Jólasýning fimleikadeildar Selfoss verður haldin laugardaginn 8.desember. Í ár setja krakkarnir upp Galdrakarlinn í OZ. Búast má við lífi og fjöri í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardaginn þegar Dórótea, ljónið, tinkarlinn og fuglahræðan taka á móti gestum , en sýningarnar verða þrjár talsins. Sú fyrsta hefst klukkan 9:30, önnur sýning er svo klukkan 11:30 og sú síðasta verður klukkan 13:15. Mikill undirbúningur hefur verið í gangi hjá börnum, þjálfurum, stjórn og foreldrum og má búast við heljarinnar sýningu að vanda. Öll börn í deildinni taka þátt í þessu verkefni deildarinnar sem hefur vaxið ár frá ári. Á milli sýninga verður hægt að kaupa sér hressingu í anddyri Vallaskóla. Aðgangseyrir er 1000kr. fyrir 13 ára og eldri en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Forsala aðgöngumiða fer fram föstudaginn 7.desember í anddyri Vallaskóla á milli klukkan 18 og 20. Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn.
Listamaður: Þyrí Imsland