Stjarnan var betri aðilinn mestan hluta leiksins og náðu strákarnir aðeins einu sinni að vera yfir í leiknum en tókst ekki að landa sigri. Staðan í hálfleik var 15-18 fyrir gestina.
Þó að liðið hafi alls ekki spilað sinn besta leik þá skipti það ekki máli því að þeir voru orðnir Deildarmeistarar fyrir leikinn. Þrátt fyrir það eiga þeir 1 leik eftir í deildinni á móti Val á útivelli í næstu viku. Að þeim leik loknum tekur úrslitakeppnin við. Það er ekki ljóst hver andstæðingurinn verður í 8-liða úrslitum en það mun væntanlega skýrast um mánaðarmótin.
Til hamingju með titilinn strákar
Áfram Selfoss

