19.11.2012
1997 og 1998 liðin í 4. flokki karla unnu Val á Hlíðarenda um helgina. 97 liðið vann afar sannfærandi sigur 20-28 eftir að hafa verið 7-15 yfir í hálfleik.
19.11.2012
Bæði liðin í 3. flokki karla unnu góða sigra um helgina. Selfoss 1 vann Þrótt á útivelli 24-29 á föstudag og í gær sigraði Selfoss 2 lið ÍR-inga sannfærandi 31-19 á heimavelli.Selfoss 1 byrjaði frábærlega gegn Þrótti og komst 0-6 yfir.
19.11.2012
Undirbúningur jólasýningar fimleikadeildar Umf. Selfoss er nú í fullum gangi. Undirbúningsnefnd sem er skipuð þjálfurum deildarinnar er þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar.
18.11.2012
Bestu hópfimleikalið landsins kepptu í íþróttahúsi Vallaskóla á bikarmót FSÍ sem fram fór á Selfossi um síðustu helgi. Mótshaldari var fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss.
17.11.2012
Stelpurnar mættu ógnarsterku Framliði í gær og urðu að sætta sig við stærsta tap vetrarins 33-14, en þetta var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir áramót.
17.11.2012
Tveir vinningar voru dregnir úr seldum aðgöngumiðum í hálfleik í kvöld á leik Selfoss og ÍBV.Dóra Kristín vann veglega ostakörfu en það var Kolbrún Jara sem tók við aðal vinningi kvöldsins, þriggja rétta máltíð fyrir tvö á Riverside í Hótel Selfoss.
16.11.2012
Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í kvöld. Von var á mikilli hörku og baráttu í leiknum eins og raunin varð. Selfoss byrjaði leikinn gífurlega illa og eftir fyrstu 3 mínúturnar var ÍBV komið með forystuna 0-4.
15.11.2012
Heimasíðan fékk þær slæmu fréttir að Atli Kristinsson sleit krossbandið og verður núna frá í allt að ár. Augljóst er að þetta er gífurlega mikil blóðtaka fyrir Selfoss liðið, en Atli hefur verið mikilvægur bæði sóknarlega og varnarlega og einnig mikill leiðtogi í liðinu.
15.11.2012
Selfoss mætti Haukum á útivelli í 3. flokki í gær. Leikurinn var æsispennandi, sérstaklega í síðari hálfleik, og fór svo að lokum að heimamenn höfðu 1 marks sigur 28-27.
14.11.2012
Bikarmót FSÍ í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi laugardaginn 17. nóvember. Keppni fer fram í meistarflokki kvenna og karla, 1.