B-lið 4. flokks kvenna vann Hauka

Vörn og markvarsla var mjög góð að þessu sinni auk þess sem að nokkur góð hraðaupphlaup náðust sem hefur vantað að gera meira af.

3. flokkur karla vann Hauka

Þrátt fyrir meiðsli og önnur forföll þá sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir að þessu sinni. Leikurinn var allan tímann jafn eða þá að Haukar leiddu með 1-3 mörkum.

4. flokkur karla í bikarúrslit!

Í gær sigraði 4. flokkur karla ÍBV, 27-26, í afar dramatískum leik í undanúrslitum bikarkeppninnar og tryggði sér þannig sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöllinni.

3. fl. kvenna úr leik í Bikarnum eftir hetjulega baráttu

Haukar eru með eitt besta lið landsins í 3. flokki og með þó nokkrar stelpur á elsta ári í flokknum. Fyrirfram áttu okkar stelpur ekki að eiga sjéns en það er ekki alltaf spurt að því.

Tveir Íslandsmeistaratitlar, tvö silfur og eitt brons á MÍ

Helgina 11.-12. febrúar fór fram í Laugardalshöllinni aðalhluti Meistaramóts Íslands. HSK/S°elfoss átti þar öfluga fulltrúa sem stóðu sig vel að vanda.

Önnur bikarvika í Vallaskóla

Í þessari viku fara fram tveir undanúrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka HSÍ. Leikirnir fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla á þriðjudag og fimmtudag.

Selfoss náði í stig í Breiðholtinu

Selfyssingar sóttu ÍR-inga heim í Austurberg síðastliðinn föstudag og fengu úr þeim þeim leik eitt stig. Um hörkuleik var að ræða sem endaði 28 - 28, en í leikhléi var einnig jafnt, 13 - 13.Leikurinn var jafn og gat allt eins farið þannig að annað hvort liðið hefði heppnina með sér og næði fram sigri.

Rósa tvíbætti Íslandsmetið

Rósa Birgisdóttir gerir það ekki endasleppt í kraftlyftingum þessa dagana. Hún keppti á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu á Akranesi fyrir stuttu og setti enn eitt Íslandsmetið.

Góður árangur á Gullmóti KR

Gullmót KR var haldið í 50m innilaug í Laugardal um helgina sem leið. Yfir 500 keppendur syntu á mótinu sem var í sex hlutum. Sundeild Umf.

3. flokkur vann stórsigur í Eyjum

3. flokkur karla fór í gær til Vestmannaeyja og lék við heimamenn. Lið ÍBV hefur verið að bæta sig mikið að undanförnu en í þessum leik mættu þeir öflugum Selfyssingum sem voru greinilega staðráðnir í að koma sér aftur í gang eftir tvö töp að undanförnu.