11.01.2012
GUGGUSUND - UNGBARNASUNDNý námskeið í Guggusundi (ungbarnasundi) hefjast 12. og 13. janúar næstkomandi. Umer að ræða ungbarnasund fyrir 0-2 ára, barnasund fyrir 2-4 ára, sundnámskeið fyrir 4-6 ára og sundskóla fyrir börn fædd 2006 og fyrr.Skráning er á eða í síma 848-1626.Einnig er byrjað að taka við skráningum á næsta námskeið sem hefst um miðjan mars.Bestu kveðjurGuðbjörg H.
10.01.2012
Unglingamót HSK var haldið í Frjálsíþróttahöllinni 8. janúar sl. Frjálsíþróttadeild Selfoss sendi öflugt lið til leiks og var frammistaða keppenda mjög góð.
10.01.2012
Tvö Selfosslið tóku þátt í Norden Cup sem fór fram í Gautaborg á milli jóla og nýárs. Var þar um að ræða strákalið og stelpulið úr árgangi 1997.
09.01.2012
Þegar þessi lið mættust í haust á Selfossi þá hafði Fram betur 19-24 og hafði örugga forystu mest allan leikinn. Í þetta skiptið var munurinn mun minni og var leikurinn frekar jafn allan tímann.
08.01.2012
Selfoss 2 í 3. flokki karla vann KR-inga í dag 25-22 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Sigurinn er sá þriðji hjá liðinu í fimm leikjum og liðið á góðri stefnu í deildinni.Selfoss náði strax undirtökunum í leiknum og munurinn á bilinu 2-3 mörk lengst af í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náði Selfoss mest fimm marka forskoti en KR-ingar náðu að saxa forskotið niður í 2 mörk undir lok leiks.
08.01.2012
A- og B-liðin í 4. flokki karla mættu toppliðunum í deildunum í gær. Bæði lið þurftu að sætta sig við töp eftir að hafa verið í ágætum möguleika á að ná meiru út úr leikjunum.
06.01.2012
Stjörnumenn úr Garðabæ sóttu okkar drengi heim í gærkvöld og fóru tómhentir heim að lokinni heimsókn þeirri. Selfoss hafði yfir 16-15 í hálfleik og hafði að lokum öruggan sigur, 37-28.
05.01.2012
Það má vel segja það að jólin hafi aðeins setið í stelpunum því að þær náðu ekki alveg að spila jafn vel og þær enduðu síðasta ár.
05.01.2012
Meistaraflokkur kvenna á Selfossi var stofnaður haustið 2008. Margar „eldri" kempur mættu á stofnfund ásamt yngri stelpum og þeim sem voru að stíga upp úr 2.
04.01.2012
Í tilefni þess að taekwondodeild er að taka í notkun nýjan taekwondosal er öllum sem vilja boðið að koma og skoða nýja salinn og fylgjast með fyrstu æfingunni, en hún verður miðvikudaginn 4.