22.11.2020
Halldór Jóhann mun taka tímabundið við liði Barein og stýra liðinu fram yfir HM sem fram fer í Egyptalandi nú í janúar. Þar er Barein í riðli með Ólympíu- og heimsmeisturum Dönum, Argentínu og Kongó.
19.11.2020
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.
18.11.2020
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.Í hópnum eru tveir leikmenn Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason.
16.11.2020
Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.
10.11.2020
Jako sport á Íslandi verður til 13. desember.Það verður boðið upp á frábær nettilboð á keppnistreyju Umf. Selfoss, félagsgalla, æfingabúnaði, kuldaúlpum, nýjum vetrar vindjakka, húfum og fleiri vinsælum Selfossvörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð.Vinsamlegast athugið að tilboðsvörur á myndinni hér fyrir neðan er ekki tæmandi, mun meira er á.
30.10.2020
Eftir að nýjar sóttvarnaráðstafanir voru kynntar í dag er ljóst að allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss fellur niður næstu 2-3 vikurnar eða til 17.
20.10.2020
Hin unga og efnilega Sólveig Ása Brynjarsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss. Sólveig, sem er vinstri skytta, kemur frá Fjölni þar sem hún er uppalin.
19.10.2020
Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í A-landslið karla sem mætir Litháen og Ísrael í byrjun nóvember. Þetta eru þeir Janus Daði Smárason (Göppingen), Ómar Ingi Magnússon (SC Magdeburg), Bjarki Már Elísson (TBV LEmgo) og Elvar Örn Jónsson (Skjern). Leikirinir fara fram í laugardalshöll þann 4.
18.10.2020
Þrátt fyrir að töluverðar breytingar megi finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi hafa þær ekki áhrif á íþróttastarf á Selfossi.
09.10.2020
Hægri hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson er genginn til raðir Selfoss. Sveinn, sem er 27 ára gamall, er reynslumikill og hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Íslands. Hann er uppalinn á Hlíðarenda en lék einnig með Aftureldingu um skeið. Handknattleiksdeild Selfoss býður Svein Aron velkominn til Selfoss og ljóst að hann mun verða góð viðbót í hópinn í komandi átökum í Olísdeildinni í vetur.---Mynd: Umf.