Olísdeildin
Stelpurnar okkar brugðu sér til Akureyrar í gær þar sem þær mættu KA/Þór í Olís-deildinni. Selfosss hafði undirtökin í fyrri hálfleik og voru með fjögurra marka forystu í hálfleik 12-16. Norðanstelpur stigu upp í þeim síðari og fór svo að liðin skildu jöfn 27-27 og skiptu með sér þeim tveim stigum sem í boði voru.
Markahæstar Selfyssinga voru Carmen Palamaríu með sex mörk, Tinna Soffía Traustadóttir, Kara Rún Árnadóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu fimm mörk hver, Hildur Öder Einarsdóttir skoraði þrjú. Þuríður Guðjónsdóttir tvö og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoraði eitt mark. Áslaug Ýr Bragadóttir var með 46% markvörslu en hún stóð í markinu allan tímann og varði 23 skot og þar af eitt víti.
Eftir leikinn er Selfoss í 10. sæti deildarinnar með 7 stig og framundan er æsispennandi barátta um sæti í úrslitakeppninni.
Næsti leikur er á heimavelli gegn Valskonum þriðjudaginn 21. janúar klukkan 19:30 í Íþróttahúsi Vallaskóla.