15.02.2014
Stelpurnar okkar fóru í Hafnarfjörð í dag þar sem þær mættu liði Hauka í Olísdeildinni í handbolta. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu stórsigur í leiknum 38-21 eftir að staðan í hálfleik var 19-13 og voru okkar stelpur langt frá sínu besta í dag.Kara Rún Árnadóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Carmen Palamariu skoraði 6 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir 3, Margrét Katrín Jónsdóttir 2 og þær Thelma Sif Kristjánsdóttier, Helga Rún Einarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 1 mark hver.Það er stutt í næsta leik sem er á heimavelli gegn FH þriðjudaginn 18.
15.02.2014
Selfoss vann öruggan sigur á Víkingum í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir að staðan var 18-14 í hálfleik urðu lokatölur 32-27.Hornamenn Selfyssinga þeir Andri Hrafn Hallsson og Andri Már Sveinsson fóru á kostum í upphafi leiks og skoruðu níu af fyrstu tólf mörkum Selfoss.
14.02.2014
Strákarnir á yngra ári í 5. flokki stóðu í ströngu um seinustu helgi þegar þriðja mót vetrarins fór fram í Mosfellsbæ.Selfoss 1 sigraði efstu deild með yfirburðum.
14.02.2014
Fulltrúar frá Pacta og Motus mættu á bikarleikinn hjá mfl.karla í vikunni þegar skrifað var undir samstarfssamning í hálfleik við handknattleiksdeildina.
14.02.2014
Það var glæsilegur sundhópur Selfyssinga sem hélt til Reykjavíkur til að taka þátt í Gullmóti KR frá föstudegi til sunnudags. Þeim gekk mjög vel og komu sátt heim eftir langa helgi.Á föstudagskvöldinu unnu Kári Valgeirsson og Þórir Gauti Pálsson sér keppnisrétt í KR Super Challenge skriðsundi.
14.02.2014
Mánudaginn 17. febrúar klukkan 12:10 verður hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg sjúkraþjálfari og Vésteinn Hafsteinsson afreksþjálfari munu ræða þau ólíku sjónarmið sem upp geta komið á milli þjálfara afreksmannsins annars vegar og sjúkraþjálfarans hins vegar þegar íþróttamaðurinn er að fara aftur af stað eftir meiðsli.
13.02.2014
Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram síðasta sunnudag. Selfoss átti tíu af alls 100 keppendum á mótinu og komust allir á verðlaunapall.Þrír keppendur voru í yngsta flokkum.
13.02.2014
Selfoss átti 20 keppendur í liði HSK/Selfoss á Meistarmóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára nú um helgina. Eftir gríðarlega jafna og spennandi keppni við lið ÍR og FH stóð lið HSK/Selfoss uppi sem Íslandsmeistarar.
13.02.2014
Í dag skrifaði Birkir Pétursson undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Birkir er á seinasta ári í 2. flokki en hann hefur undanfarin ár spilað stórt hlutverki með liði félagsins í flokknum.
13.02.2014
Um helgina heldur Fimleikadeild Selfoss Íslandsmót unglinga í hópfimleikum. Mótið er fjölmennt að vanda en keppt verður í fimm mismunandi aldursflokkum.