Fréttir

Sýnum karakter | Jákvæð íþróttamenning

Jákvæð íþróttamenning, , verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember milli klukkan 13:00 til 16:00.Þema ráðstefnunnar í ár verður jákvæð íþróttamenning.

Fjórir Selfyssingar með A-landsliðinu

Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru allir valdir í A-landslið karla á dögunum.

Baráttusigur í Kaplakrika

Selfoss eru enn taplausir, eitt liða, eftir sigur á FH í gærkvöldi.  Leikurinn endaði 27-30 eftir afar spennandi lokamínútur, en við erum búin að læra það á Selfossi að handboltaleikir eru 60 mínútur.Leikurinn byrjaði í jafnvægi, en hægt og bítandi sigldu Hafnfirðingar framúr og komust í 10-5.  Þá voru gerðar breytingar á vörn Selfyssinga og Pawel lokaði rammanum, í hálfleik var munurinn því aðeins eitt mark 14-13.  Í seinni hálfleik var svo jafnt á flestum tölum þar til 5 mínútur voru eftir, þá tóku strákarnir okkar frumkvæðið og slepptu því ekki þó svo að sitt hvað gengi á.Það er því ljóst að Selfoss situr eitt í toppsæti deildarinnar eftir 6.

Selfoss á toppinn eftir sigur

Selfoss er komið í fyrsta sæti Olísdeildarinnar eftir gríðarlega sterkan fjögurra marka sigur á Val, 28-24 í Hleðsluhöllinni á miðvikudaginn s.l.

Herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss

Dregið í Coca-Cola bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppninnar, Coca-Cola bikarinn. Meistaraflokkur kvenna var í pottinum ásamt 15 öðrum liðum og dróust þær á móti Fjölni.  Þær munu því fara í heimsókn í Grafarvoginn einhvertíma á tímabilinu 1.-3.

Krónan styrkir eflingu knattspyrnu á Selfossi

Knattspyrnudeild Selfoss fékk á dögunum veglegan styrk úr styrktarsjóði Krónunar til að fjárfesta í og setja upp pannavöll - lítinn knattspyrnuvöll á íþróttasvæðinu við Engjaveg næsta vor, þar sem hægt verður að spila og leika sér á litlum battavelli   Vellir sem þessir hafa slegið í gegn upp á síðkastið og er mikil tilhlökkun að setja upp völl einsog þennan á svæðinu

Framkvæmdanefnd ULM á Selfossi 2020 tekur til starfa

Framkvæmdanefnd unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi 2020 hefur tekið til starfa, en fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn á Selfossi fimmtudaginn 4.

Rúmar 6 milljónir á Selfoss vegna HM

Knattspyrnudeild Selfoss fékk rúmlega 6,3 milljónir króna úr HM framlagi Knattspyrnusambands Íslands til aðildarfélaga sinna en KSÍ greiddi 200 milljónir króna til aðildarfélaga sinna vegna HM í Rússlandi.Í samræmi við samþykkt ársþings KSÍ byggir ákvörðun um framlag til aðildarfélaga fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl.

Fimm marka tap gegn Val

Selfoss náði ekki stigum gegn sterku liði Vals í kvöld, en liðið tapaði 24-19 í Valsheimilinu. Lítið fór fyrir sóknarleik í upphafi leiks og var staðan aðeins 3-3 eftir fimmtán mínútna leik, staðan í hálfleik var 9-7.