Knattspyrna Lokaleikur Kjartans sem dómari (10)
Síðastliðið ár lagði Kjartan Björnsson dómaraflautuna á hilluna eftir 31 árs farsælt starf í þágu knattspyrnudeildar Selfoss. Verður honum seint fullþakkað sitt framlag.
Nú er komið að því að fylla skarð hans en árið 2015 vill knattspyrnudeildin leggja aukna áherslu á góða dómgæslu og leitar að áhugasömu fólki til að dæma fyrir félagið.
Knattspyrnudeild Selfoss heldur unglingadómaranámskeið í mars 2015 og eru allir sem hafa áhuga hvattir til að mæta.
Við óskum eftir því að áhugasamir einstaklingar gefi sig fram við okkur og komi með í verkefnið svo við getum stækkað dómaralistann okkar og haldið áfram að byggja á jafnrétti, aga og gæðum í allri umgjörð kappleikja á JÁVERK-vellinum.
Hægt er að skrá sig í netfangið knattspyrna@simnet.is eða í síma 867 1461.
grb
---
Kjartan skilaði flautunni í seinasta sinn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Sveinbjörn Másson