25.01.2016
Selfoss fékk Fjölni í heimsókn í Olís deild kvenna í gær. Selfoss hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi í hálfleik 20-8. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og urðu lokatölur 39-22.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 9 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 7, Kara Rún Árnadóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 5, Elena Elísabet Birgisdóttir 4 og Adina Ghidoarca, Hildur Öder Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar 3 mörk.Eftir leikinn er Selfoss í sjöunda sæti með 20 stig aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni sem er sæti ofar.
25.01.2016
Vorfjarnám 1. og 2. stigs mun hefjast mánudaginn 8. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
22.01.2016
Reykjavík Júdó Open fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og hefst kl. 10:00 með forkeppni sem lýkur um kl. 13.00. Brons og úrslitaviðureignir hefjast svo kl.
21.01.2016
Selfoss sótti sanngjarnan sigur gegn FH í Kaplakrika í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í gær.Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum 28-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 11-16.
21.01.2016
Aldursflokkamót 11-14 ára, Unglingamót HSK og Héraðsmót HSK fullorðinna fóru öll fram í Kaplakrika sunnudaginn 10. janúar 2016. Þetta var í fyrsta sinn sem prófað var að halda öll mótin sama dag og við fyrstu sýn virðist vel hafa tekist til.
21.01.2016
Fyrri hluti héraðsmóts HSK 2016 í blaki karla og kvenna fór fram í síðustu viku. Sex karlalið eru skráð til leiks og sjö kvennalið.
20.01.2016
Selfoss á fjóra fulltrúa í lokahóp U-20 landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni HM á Íslandi. Tilkynnt var um val Einars Jónssonar landsliðsþjálfara í gær en hann valdi 19 manna hóp fyrir undankeppni HM sem fer fram á Íslandi 18.-20.
20.01.2016
Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 23. janúar. Aðalverðlaun eru ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum.Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.
20.01.2016
Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016 í samvinnu við Umf. Selfoss og með stuðningi Héraðssambandsins Skarphéðins og menntavísindasviðs Háskóla Íslands á Laugarvatni fór fram um seinustu helgi.
20.01.2016
HSK mótið í tvímenning í bridds var haldið fimmtudaginn 7. janúar sl. í Selinu á Selfossi. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða 20 pör, en það þýddi að það var fullt hús.