Selfoss á toppinn eftir sigur

Pawel Kiepulski
Pawel Kiepulski

Selfoss er komið í fyrsta sæti Olísdeildarinnar eftir gríðarlega sterkan fjögurra marka sigur á Val, 28-24 í Hleðsluhöllinni á miðvikudaginn s.l. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og skildu liðin jöfn í hálfleik, 10-10. Selfyssingar voru mun öflugri í seinni hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti. Valur saxaði á forskotið undir lokin og fjögurra marka sigur staðreynd, 28-24.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 6, Haukur Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Einar Sverrisson 1, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Guðni Ingvarsson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 16 (42%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Það er hvergi slegið slöku við og þétt dagskrá heldur áfram. Næsti leikur er á laugardaginn gegn FH í Kaplakrika. Leikurinn hefst kl 19:30. Næsti leikur í Hleðsluhöllinni er hins vegar hjá stelpunum á þriðjudaginn 23.okt þegar Haukar koma í heimsókn.
____________________________________

Mynd: Pawel Kiepulski fór á kostum í markinu og varði 16 skot.

Umf. Selfoss / JÁE