21.02.2014
Knattspyrnukonan Thelma Björk Einarsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss og leikur með liðinu í Pepsi deildinni á komandi keppnistímabili.Thelma Björk er fædd árið 1990 og hefur spilað allan sinn feril hjá Val.
18.02.2014
Stelpurnar okkar unnu frækinn en öruggan sigur á FH-ingum í Vallaskóla í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 26-21 eftir að staðan í hálfleik var 13-7.Það blés ekki byrlega í upphafi leiks því að gestirnir mættu mjög ákveðnir til leiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins.
17.02.2014
Strákarnir í 3 fl. karla unnu um helgina undanúrslitaleik í bikarkeppninni og eru því komnir í úrslitaleikinn sem verður spilaður sunnudaginn 2.
17.02.2014
Um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í hópfimleikum á Selfossi. Mótið var fjölmennt en alls tóku 53 lið frá 12 félögum þátt.
15.02.2014
Stelpurnar okkar fóru í Hafnarfjörð í dag þar sem þær mættu liði Hauka í Olísdeildinni í handbolta. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu stórsigur í leiknum 38-21 eftir að staðan í hálfleik var 19-13 og voru okkar stelpur langt frá sínu besta í dag.Kara Rún Árnadóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Carmen Palamariu skoraði 6 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir 3, Margrét Katrín Jónsdóttir 2 og þær Thelma Sif Kristjánsdóttier, Helga Rún Einarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 1 mark hver.Það er stutt í næsta leik sem er á heimavelli gegn FH þriðjudaginn 18.
15.02.2014
Selfoss vann öruggan sigur á Víkingum í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir að staðan var 18-14 í hálfleik urðu lokatölur 32-27.Hornamenn Selfyssinga þeir Andri Hrafn Hallsson og Andri Már Sveinsson fóru á kostum í upphafi leiks og skoruðu níu af fyrstu tólf mörkum Selfoss.
14.02.2014
Strákarnir á yngra ári í 5. flokki stóðu í ströngu um seinustu helgi þegar þriðja mót vetrarins fór fram í Mosfellsbæ.Selfoss 1 sigraði efstu deild með yfirburðum.
14.02.2014
Fulltrúar frá Pacta og Motus mættu á bikarleikinn hjá mfl.karla í vikunni þegar skrifað var undir samstarfssamning í hálfleik við handknattleiksdeildina.
14.02.2014
Það var glæsilegur sundhópur Selfyssinga sem hélt til Reykjavíkur til að taka þátt í Gullmóti KR frá föstudegi til sunnudags. Þeim gekk mjög vel og komu sátt heim eftir langa helgi.Á föstudagskvöldinu unnu Kári Valgeirsson og Þórir Gauti Pálsson sér keppnisrétt í KR Super Challenge skriðsundi.
14.02.2014
Mánudaginn 17. febrúar klukkan 12:10 verður hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg sjúkraþjálfari og Vésteinn Hafsteinsson afreksþjálfari munu ræða þau ólíku sjónarmið sem upp geta komið á milli þjálfara afreksmannsins annars vegar og sjúkraþjálfarans hins vegar þegar íþróttamaðurinn er að fara aftur af stað eftir meiðsli.