16.01.2014
Selfyssingurinn Eysteinn Aron Bridde var í vikunni boðaður á úrtaksæfingar hjá U16 landsliðinu sem æfir komandi helgi í Kórnum. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara U7 landsliðs Íslands.
15.01.2014
Selfyssingar eiga fimm fulltrúa í úrtakshópi drengja sem fæddir eru árið 2000. Í hóp 1 eru Anton Breki Viktorsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson.
15.01.2014
Selfoss fimleikabolir verða til sölu á laugardaginn í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla um leið og skráning í íþróttaskólann fer fram.
15.01.2014
U-18 ára landsliðið með Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon í broddi fylkingar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Liðið sem leikur undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs.
15.01.2014
Á fundi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss í desember var gengið frá úthlutun rúmlega 2,3 milljóna króna úr Afreks- og styrktarsjóði Umf.
15.01.2014
Selfyssingurinn eiga að sjálfsögðu sinn fulltrúa í landsliðshópi Íslands á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku.
14.01.2014
Sindri Pálmason, leikmaður Selfyssinga, skrifaði á sunnudag undir tveggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg en greint var frá því á . Sindri, sem er 17 ára gamall, fór til Esbjerg á reynslu í október og í kjölfarið sýndi danska félagið mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig.
14.01.2014
Selfyssingarnir Þór Davíðsson og Egill Blöndal tóku um helgina þátt í landsliðsverkefnum á vegum Júdósambands Íslands. Frá þessu er greint á .Þór Davíðsson fór ásamt félögum sínum Þormóði Jónssyni og Hermanni Unnarssyni á æfingabúðir í Mittersill í Austurríki.
13.01.2014
Öll kvennalandslið Íslands voru við æfingar um seinustu helgi og áttu Selfyssingar nokkra fulltrúa í æfingahópunum. Guðmunda Brynja Óladóttir æfði með A-landsliðinu undir stjórn Freys Alexanderssonar.
13.01.2014
Öll kvennalandslið Íslands voru við æfingar um seinustu helgi og áttu Selfyssingar nokkra fulltrúa í æfingahópunum. Guðmunda Brynja Óladóttir æfði með A-landsliðinu undir stjórn Freys Alexanderssonar.