Selfoss merki
97 lið Selfoss mætti Haukum á heimavelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppi deildinnar með 10 sigra og 1 tap og spennandi leikur í vændum. Selfyssingar sigruðu 27-22 eftir að hafa verið yfir mestan hluta leikins.
Selfoss byrjaði mun betur og komst í 7-4. Þrátt fyrir það var liðið að gera óþarflega mikið af ódýrum mistökum og brenna af alltof mikið af góðum færum. Selfoss náði ekki að bæta við muninn og misstu yfirhöndina í leiknum til Hauka sem fóru að saxa á forskotið. Hræðilegur kafli okkar manna gerði það að verkum að Haukar voru komnir 8-10 yfir. Selfyssingar löguðu stöðuna í 9-10 í hálfleik.
Í síðari hálfleik mætti allt annað Selfoss lið til leiks. Vörnin hélt áfram að halda vel en nú var sóknarleikurinn mun beittari. Liðið fékk betri færi og nýttu þau mikið betur en í fyrri hálfleik. Selfoss komst 14-13 yfir. Eftir það jók liðið jafnt og þétt muninn. Þegar upp var staðið urðu lokatölur 27-22.
Síðari hálfleikur vannst 18-12 og hafði sá hálfleikur í raun mest að segja. Lengst af í leiknum var Selfoss að leika vel en í seinni hálfleiknum var liðið mun afslappaðara. Varnarleikurinn var í háum klassa og leikmenn að leggja á sig gríðarlega vinnu þar. Haukar spiluðu afar langar sóknir og reyndi leikurinn mikið á þolinmæði Selfyssinga sem í nær öllum tilvikum héldu einbeitingu vel út. Liðið braut mikið af fríköstum og vann flest einvígin 1 á móti 1. Liðið á aðeins inni miðað við þennan leik en þó var það mikið gleðiefni að sjá Selfoss sigra toppslaginn nokkuð sannfærandi með 5 mörkum.