Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?

Bikarúrslit eftir leik
Bikarúrslit eftir leik

Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið, sem er öllum opið, ber yfirskriftina Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?

Ráðstefnustjóri er Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ.

Erindi flytja:

  • Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Erindi hennar fjallar um þátttöku kvenna í stjórnum íþróttafélaga.   
  • Karen Espelund, stjórnarmaður í UEFA. Erindi hennar fjallar um útbreiðslu knattspyrnu kvenna.
  • Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður samtaka íþróttafréttamanna. Erindi hans fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í íþróttum.

---

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl