handbolti-perla-ruth-albertsdottir
Sankölluð handboltaveisla var í Vallaskóla í kvöld þegar bæði lið léku leiki í Olísdeildinni. Fyrst riðu stelpurnar á vaðið og mættu Haukum. Selfyssingar byrjuðu leikinn vel og komust í 5:2, Haukastúlkur náðu þá 5:0 kafla og voru komnar tveimur mörkum yfir, staðan í hálfleik var 8:15, Haukum í vil. Munurinn hélst meira og minna sjö mörk út leikinn og lokatölur urðu 20:27
Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst með 8 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir skoraði 7. Elva Rún Óskarsdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Sigríður Lilja Sigurðardóttir skoruðu allar 1 mark.
Viviann Petersen varði 9 skot í marki Selfoss og var með 25% markvörslu.
Selfoss fer inn í jólafríið í 6. sæti deildarinnar með 5 stig. Næsti leikur hjá stelpunum er 23.janúar gegn Gróttu.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í kvöld með 8 mörk.
Jóhannes Á. Eiríksson.