Lokahóf handknattleiksdeildar á laugardaginn

Lokahóf handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fer fram þann 18. maí á Hótel Selfoss. Þar verður farið yfir tímabilið í handboltanum, veitt verðlaun og viðurkenningar. 

Húsið opnar kl 19:00 og verður hófið sett kl 19:30

Hlaðborð að hætti Riverside Lambalæri, nautakjöt og kalkúnn með tilheyrandi meðlæti. Volg eplakaka, frönsk súkkulaðikaka og hvítsúkkulaðimousse í eftirrétt

Veislustjóri: Ingvar Örn Ákason
Trúbador: Gunnar Geir Gunnlaugsson

Verðlaunaafhending - Happdrætti -Uppboð á treyjum -Almennt grín og glens

Að lokum verður farið yfir á Miðbar sem bjóða upp á frían drykk.

Miðaverð er 10.900 kr og hægt er að kaupa miða í Stubbsappinu eða HÉR.