Toppliðið of stór biti í kvöld

Stelpurnar töpuðu gegn Val í Hleðsluhöllinni í Olísdeild kvenna í kvöld, 30-17.Í upphafi leiks gekk báðum liðum illa að skora og voru markmennirnir frábærir, eftir 5 mínútna leik var staðan 0-1 fyrir Val.  Eftir það voru Valsstúlkur fyrri til að finna taktinn og náðu forustu sem þær fóru svo með inn í hálfleik, 7-14.  Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri og náðu að minnka muninn í 11-15.  Gestirnir höfðu lítinn húmor fyrir því og settu allt á fullt og keyrðu yfir okkar stelpur, staðan 12-27 með 22 mínútur á klukkunni og leikurinn í raun búinn.  Eins og fyrr segir endaði leikurinn svo 30-17.Staða Selfoss er óbreytt eftir þessa umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Þrem stigum fyrir ofan er HK.  Markmiðið núna hlýtur að vera að ná upp fyrir þær og komast í umspil um sæti í Olísdeildinni næsta vetur.  Fjórar umferðir eru eftir og nóg af stigum í boði.Mörk Selfoss:  Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Sarah Boye 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 7 (26%), Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (40%).Nánar er fjallað um leikinn á Leikskýrslu má sjá Næsti leikur er á föstudaginn þegar strákarnir taka á móti FH.  Það er svo smá pása hjá stelpunum, en þær fara  í Safamýrina þar sem þær munu etja kappi við Fram á þriðjudagskvöldið 12.

Góður gangur hjá sunddeildinni

Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram miðvikudaginn 20. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður.

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar 2019

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 5. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru afgreiðsla ársreikninga og önnur mál.Allir velkomnir Knattspyrnudeild Umf.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2019

Í sumar verður frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur í ellefta sinn á HSK svæðinu í samstarfi við frjálsíþróttaráð HSK. Skólinn verður haldinn á Selfossi dagana 23.-27.

Dýrmæt stig í toppbáráttunni

Selfoss náði að landa ævintýralegum eins marks sigri á Val í kvöld, 25-26, en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.Það er alltaf boðið upp á spennuleiki þegar Selfoss er annarsvegar, leikurinn í kvöld var engin undantekning.Leikurinn byrjaði hægt og bæði lið voru aðeins að þreifa fyrir sér.

Hergeir framlengir við Selfoss

Hornamaðurinn Hergeir Grímsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.Hergeir, sem á einmitt afmæli í dag, er 22 ára gamall.

Frítt í rútu á leik Vals og Selfoss

Boðið verður upp á fríar sætaferðir á leik meistaraflokks karla gegn Val á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl 19:30. Þetta er toppbarátta og við þurfum á stuðningi ykkar að halda. Boðið verður upp á fríar sætaferðir ef næg skráning næst.

MÍ 11-14 ára | Sigur Sunnlendinga

Lið HSK/Selfoss vann stigakeppni þátttökuliða á MÍ í frjálsum 11-14 ára sem haldið var í Laugardalshöllinni 9.–10. febrúar sl.

Guðmundur Tyrfingsson hjá Rangers í Skotlandi

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss er þessa dagana í Skotlandi að skoða aðstæður hjá Glasgow Rangers. Þess má geta að þjálfari Rangers er hinn goðsagnakenndi Steven Gerrard.

Aðalfundur júdódeildar 2019

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 18:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.