- Vanda vel til ákvarðana svo allir séu vel upplýstir um fyrirhugað verkefni og þær reglu sem gilda.
- Fá samþykki stjórnar deildar eða unglingaráðs.
- Megin reglan er sú að óheimilt er að taka upp fjáröflun sem hefð er fyrir að annar aðili innan félagsins stundi.
- Ákveða hvaða einstaklingar eru ábyrgðarmenn fjáröflunarinnar, fararstjórar, þjálfarar og hverjir koma fram fyrir hönd hópsins.
- Hafa á hreinu þátttöku stjórnar deildar/unglingaráðs t.d. varðandi kostnað vegna þjálfara og/eða fararstjóra.
- Vera merktur félaginu þegar fjáröflun fer fram.
- Allir reikningar vegna söfnunar skulu skráðir og lykiltölur vera hluti af ársreikningi viðkomandi deildar.
- Skrifleg skuldbinding einstaklings eða forráðamanns um heimild til ferðarinnar, greiðslu kostnaðar eða skuldbindandi þátttöku í fjáröfluninni.
- Ákveða fyrirfram hvernig ágóða af fjáröflun verði varið, þar á meðal hvort ágóði rennur í sameiginlegan sjóð og/eða verði merktur viðkomandi einstaklingi.
- Fjáröflun á einungis að standa straum af beinum kostnaði vegna viðkomandi viðburðar, svo sem beinum ferða- og dvalarkostnaði, ásamt kostnaði við þátttöku í viðburðum sem skipulagðir eru sem hluti af viðkomandi ferð.
- Ekki gert ráð fyrir að þátttakendur geti með fjáröflun í nafni félagsins aflað sér fjármuna umfram beinan kostnað.
- Meginreglan er sú að einstaklingar geta ekki fendið endurgreitt það sem safnast hefur þótt viðkomandi hætti við að taka þátt í þeim viðburði sem safnað er fyrir. Ákveðnar reglur gilda um undanþágur frá þessu.
- Ef einstaklingur hættir æfingum og þar með þátttöku í starfi viðkomandi deildar þá gildir sú regla að það fé sem hann hefur safnað rennur í sameiginlegan sjóð verkefnisins.
- Ef afgangur verður af fjáröflun skal hann renna óskiptur til viðkomandi unglingaráðs eða deildar. Óheimilt er að greiða út ágóða eftir á.
- Í þeim tilvikum þegar um söfnun ákveðinna árganga er að ræða má færa afgang á milli ára og nýtist hann þá viðkomandi hópi í næstu fjáröflun.
Ábyrgðarmenn fjáröflunar geta sótt um undanþágur frá reglum þessum. Aðalstjórn er heimilt að veita undanþágur að fengnum meðmælum viðkomandi deildar og unglingaráðs ef við á. Aðalstjórn getur hafnað beiðni eða samþykkt hana að uppfylltum þeim skilyrðum sem hún metur nauðsynleg.