Hrafnhildur Hanna tilnefnd sem besti leikmaður Olís-deildarinnar

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ sem haldið var á laugardagskvöld.Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna 2015 með 159 mörk, besti sóknarmaður Olís-deildarinnar og var auk þess útnefnd sem besta vinstri skyttan í deildinni og þar með valin í úrvalslið deildarinnar.

Selfyssingar í Afrekshópi HSÍ

Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur kvenna á vegum HSÍ. Í hópnum eru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elena Elísabet Birgisdóttir leikmenn Selfoss auk þess sem Selfyssingurinn Þuríður Guðjónsdóttir er í hópnum en hún gekk á dögunum til liðs við Fylki.Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍþ.

Dagný til liðs við Selfoss á ný

Dagný Brynjarsdóttir, sem varð fyrir skemmstu þýskur meistari í knattspyrnu með FC Bayern München, hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Andleysi í Árbænum

Stelpurnar okkar sóttu Fylki heim í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Það er skemmst frá því að segja að liðið virtist aldrei komast í takt við leikinn og sú barátta og kraftur sem einkennt hefur liðið undanfarin ár virtist víðsfjarri.Fylkir vann 2-0 en heimakonur létu Selfoss um að stjórna leiknum og beitti hættulegum skyndisóknum þegar færi gafst.

Fjöldi Selfyssinga á leið á vormótið í hópfimleikum

Vormót FSÍ í hópfimleikum fer fram á Egilsstöðum um helgina.Alls taka 53 líð á mótinu frá 13 félögum víðs vegar af landinu.

Sumarblað Árborgar 2015

fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.

Sumaræfingar fimleikadeildar 2015

Fimleikadeild Selfoss býður upp á æfingar í sumar fyrir breiðan aldurshóp stráka og stúlkna. Æfingar í sumar verða í júní og ágúst Á sumrin eru æfingar með breyttu sniði.

Stelpurnar eru tilbúnar fyrir Pepsi-deildina

Stelpurnar hefja leik í Pepsi-deildinni, á morgun uppstigningardag, þegar þær mæta Fylki í Árbænum og hefst leikurinn kl. 14:00.Liðið kemur vel undirbúið til leiks og hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu þar sem það komst m.a.

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 17. sinn miðvikudaginn 20. maí 2015 og fer keppnin fram á frjálsíþróttavellinum á Selfossi.Klukkan 16:30 hefst keppni í 1.-4.

Dagný meistari í Þýskalandi

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, fyrrum leikmaður Selfoss, varð um helgina þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu með liði sínu FC Bayern München og er þetta er í fyrsta sinn sem ís­lensk kona verður þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu.Dagný byrjaði á vara­manna­bekkn­um í dag en kom inn í síðari hálfleik þegar um tíu mín­út­ur voru til leiks­loka.