DSC01391
Selfoss mætti Valsmönnum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins á Hlíðarenda í kvöld. Fjórði leikur Selfyssinga í úrslitakeppninni og fjórði eins marks sigurinn, 31-32.
Leikurinn byrjaði á miklum hraða, mikið skorað markverðirnar að verja vel og Valur náði frumkvæðinu. Selfoss vann sig inn í leikinn og við það minnkaði hraðinn og Selfyssingar náðu frumkvæðinu í leik sem þó hélt áfram að vera jafn. Selfyssingar leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.
Í síðari hálfleik hélt Selfoss áfram að halda forustunni og bættu heldur í. Værð kom yfir menn þegar Selfoss gátu aukið forskot sitt í 4 mörk og Valur breytti stöðunni úr 15-18 yfir í 19-18. Patrekur tók leikhlé og skerpti á sínum mönnum sem komust aftur á rétta braut og sigldu heim eins marks sigri í leik þar sem munurinn varð aldrei aftur yfir 2 mörk. Lokastaðan 31-32.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 8/2, Haukur Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Alexander Már Egan 4, Guðni Ingvarsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 13 (30%).
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is og Mbl.is.
Leikur þrjú fer fram í Hleðsluhöllinni á mánudagskvöld kl 19:30. Staðan í einvíginu er þá orðin 2-0 fyrir Selfossi og liðið því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit gegn Haukum eða ÍBV. Nú hljóta allir að mæta á mánudaginn, mælum með því fyrir alla sem treysta sér á spennuleiki.
Mynd: Stuðningsmenn Selfyssinga voru magnaðir í kvöld.
Umf. Selfoss / ÁÞG