Selfoss_merki_nytt
Í seinustu viku fóru aðalfundir júdódeildar, sunddeildar og taekwondodeildar Umf. Selfoss fram í Tíbrá. Það er sammerkt með deildunum að þrátt fyrir viðamikið og öflugt starf hefur með ráðdeild og dugnaði tekist að reka deildirnar með miklum sóma. Töluverð fjölgun iðkenda er í taekwondo en iðkendafjöldi í sundi og júdó hefur staðið í stað. Formenn allra deilda voru endurkjörnir og litlar breytingar urðu á stjórnum deildanna.
Stjórn júdódeildar skipa Þórdís Hansen formaður, Jóhanna Þórhallsdóttir gjaldkeri og Olivera Ilic ritari. Bergur Pálsson og Birgir Júlíus Sigursteinsson, sem kom nýr inn í stjórn, eru meðstjórnendur. Varamenn eru Arnar Freyr Ólafsson og Baldur Pálsson. Þórdís Böðvarsdóttir hætti í stjórn en hún er búsett í Þýskalandi um þessar mundir.
Stjórn sunddeildar skipa Sigríður Runólfsdóttir formaður, Sigurbjörg Stefánsdóttir gjaldkeri og Aðalbjörg Runólfsdóttir ritari. Guðmundur Pálsson kom nýr inn í stjórn og eru þau Elín María Karlsdóttir meðstjórnendur. Ragnheiður Ragnarsdóttir gekk úr stjórn og eru henni þökkuð vel unnin störf.
Stjórn taekwondodeildar skipa Ófeigur Ágúst Leifsson formaður, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir gjaldkeri, Þórdís Sigurðardóttir ritari og Pétur Jensson og Haraldur Valsteinsson meðstjórnendur. Varamenn eru Ragnar Pálsson og Þórdís Kristinsdóttir. Þórdís tók við af Þórdísi sem ritari en Júlíus Pálsson gekk úr varastjórn.