Yfirþjálfari óskast

Fimleikadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða yfirþjálfara.Hjá deildinni er öflugt barna-, unglinga- og afreksstarf og þar starfar sterkt teymi þjálfara, iðkenda og sjálfboðaliða.

Dansþjálfari óskast

Fimleikadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða dansþjálfara í hópfimleikum.Dansþjálfari hefur yfirumsjón með dansþjálfun deildarinnar og annast þjálfun hópa.

Fjölmenni í fyrsta Grýlupottahlaupi ársins

Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2016 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 16. apríl. Þátttakendur voru rétt rúmlega eitt hundrað sem er á pari við fjölda undanfarinna ára og ljóst að þetta skemmtilega hlaup nýtur sífelldra vinsælda meðal Selfyssinga.

Vilhelm, Tryggvi og Tryggvi æfðu með U-14

Vilhelm Freyr Steindórsson, Tryggvi Þórisson og Tryggvi Sigurberg Traustason (f.v. á mynd) æfðu með U-14 ára landsliði Íslands um helgina.

Gleði og gaman á Nettómótinu

Laugardaginn 16. apríl mættu tæplega 200 þátttakendur frá fimm félögum í Iðu, íþróttahús FSu. Fimleikadeild Selfoss hélt í þriðja sinn Nettómótið í hópfimleikum en mótið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni í hópfimleikum.Mótið fór mjög vel fram í alla staði og keppendur fóru glaðir heim með viðurkenningu fyrir þátttökuna.

Stelpurnar stóðu í Íslandsmeisturunum

Annað árið í röð urðu stelpurnar okkar að sætta sig við að falla úr leik fyrir Íslandsmeisturum Gróttu í fjórðungsúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta.

Einvígi við Fjölni um sæti í Olís-deildinni

Það verða Selfoss eða Fjölnir sem munu leika í Olís-deildinni á næsta tímabili, en liðin unnu bæði einvígi sín 2-0 í umspili um laust sæti í efstu deild. Selfyssingar mættu Þrótturum í undanúrslitum.Selfoss vann fyrri leikinn á heimavelli 27-16 eftir að hafa leitt í hálfleik 13-7.

Ósigur í lokaleik Lengjubikarsins

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í A-deild Lengjubikars kvenna á laugardag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og lengi vel stefndi í markalaust jafntefli. Það fór hins vegar ekki svo því þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði ÍBV og tryggði sér 1-0 sigur í leiknum.Selfoss tapaði því öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum þetta árið.

Þór Davíðsson Íslandsmeistari

Íslandsmótið í júdó 2016 fór fram þann 16. apríl í Laugardalshöll og voru keppendur um 50 talsins þar af kepptu fjórir fyrir hönd júdódeildar Selfoss.

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Umf. Selfoss 2015

Á aðalfundi Umf. Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2015.