Sex garpar tóku þátt í Garpamóti Breiðabliks

Garpamót Breiðabliks í sundi var haldið í Kópavogslauginni laugardaginn 3. nóvember sl. Sex garpar frá Selfossi tóku þátt, þau Hrund Baldursdóttir, Sigurlín Garðarsdóttir, Stefán R. Ólafsson, Ægir Siguðursson, Jóhanna Benediktsdóttir og StefánGunnarsson. Einnig tóku þátt keppendur frá Breiðabliki, Ægi, Sundfélagi Hafnarfjarðar og Tindastóli. Árangur Selfyssinganna var mjög góður, bætingar í nærri öllum einstaklingssundum og luku þau keppni í 1. og 2. sæti í flestum greinum. Í lok mótsins kepptu þau öll saman í boðssundsveit ásamt sex öðrum sveitum og luku keppni í 1. sæti. Garpar eru sundmenn 25 ára og eldri og eru verðlaun yfirleitt veitt í aldursflokkum. Á þessu móti voru bara ein útdráttarverðlaun en allir keppendur mótsins voru að keppa við sjálfan sig, gera betur en síðast.

-iels