Héraðsmót HSK í sundi fór fram í Hveragerði þriðjudaginn 29. maí. Keppt var í einstaklingsgreinum karla og kvenna en einnig var mótið stigakeppni þáttökufélaga. Þórir Gauti Pálsson fékk bikarinn fyrir besta afrek mótsins en hann synti 50m skriðsund á tímanum 29,87 sem gefur 478 stig skv. alþjóðlegri stigatöflu FINA. Kári Valgeirsson og Áslaug Guðný Unnsteinsdóttur fengu sitt hvorn bikarinn sem stigahæsta sundfólkið en þau unnu greinarnar þrjár sem þau tóku þátt í. Einnig fékk Laufey Rún Þorsteinsdóttir frá Hamri í Hveragerði bikar sem stigahæsta konan. Mótinu lauk með flestum stigum Hamars í Hveragerði, 151 stigi, Selfoss fékk 120 stig og Dímon á Hvolsvelli 20 stig. Heildarúrslit mótsins má sjá undir úrslit - utanfélagsmót.