Stelpurnar öruggar í Olísdeildinna að ári

Stelpurnar tryggðu sér í gær sæti í Olísdeildinni að ári eftir sigur á Gróttu, 26-21. Selfoss er nú öruggt í 6.sæti deildarinnar, sem er jafnframt besti árangur kvennaliðs á Selfossi frá upphafi ().Mikið var í húfi fyrir leik enda voru bæði lið að berjast í neðri hluta deildarinnar.

Öruggur sigur á Gróttu

Karlalið Selfoss sigraði Gróttu örugglega, 38-24 í Olísdeild karla í gær. Leikurinn varð aldrei spennandi og var hálf skrítinn á köflum.Selfyssingar náðu fljótt yfirhöndina á leiknum og Gróttumenn sáu aldrei til sólar, staðan var 21-11 í hálfleik.

Samstarfssamningur Hótel Selfoss og knattspyrnudeildar undirritaður

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Hótel Selfoss skrifuðu í dag, föstudaginn 23. febrúar, undir nýjan samstarfssamning sem gildir út árið 2019.Hótel Selfoss hefur í gegnum árin verið dyggur stuðningsaðilli knattspyrnudeildar og er gríðarleg ánægja með áframhaldandi samstarf.Með þessum samning mum Hótel Selfoss halda áfram að styrkja frábært barna- og unglingastarf, ásamt starfi í eldri flokkum knattspyrnudeildarinar næstu tvö árin.---Mynd: Ragnar Bogason hótelstjóri, Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar ásamt  Helgu Guðnýju Pálsdóttur markaðsstjóra Hótel Selfoss. Ljósmynd: Umf.

Tvíhöfði gegn Gróttu á mánudaginn

Mánudaginn næstkomandi verður sannkölluð , en þá mætast Selfoss og Grótta í meistaraflokki kvenna og karla. Stelpurnar eiga fyrri leikinn kl 18:00 og mæta þær Gróttu í hörkuslag um að halda sér uppi í Olísdeildinni að ári, en Selfoss er nú í 6.sæti með 7 stig en Grótta í 7.sæti með 4 stig.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 15. mars

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 15. mars og föstudaginn 16. mars. Kennt er einu sinni í viku í níu vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 5 (aukahópur, fer eftir fjölda) Klukkan 18:00 námskeið 4 (ca 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (ca 4-6 ára) Klukkan 19:30  Byrjendur (ca 2-7 mánaða) Föstudaga Kl 15:45  sundskóli (börn fædd 2012 og eldri án foreldra ofaní laug) Kl 16:30  námskeið 3 (ca 1-2 ára) Kl 17:15  námskeið 4 (ca 2-4 ára) Kl 18:00  námskeið 5 (ca.

Miðasala hafin á Final 4 í höllinni

Eins og flestir vita mun karlalið Selfoss mæta Fram í undanúrslitum Coca-cola bikarnum í Final4 eins og það er kallað. Miðasala er nú hafin á leikinn sem fram fer föstudaginn 9.mars kl 19:30.

Glæsilegur árangur á afmælismóti JSÍ

Sextán keppendur frá Júdódeild Selfoss kepptu á afmælismóti Júdósambands Íslands fyrir keppendur yngri en 21 árs. Um 90 keppendur frá níu félögum kepptu á mótinu og keppendur frá Selfossi flest verðlaun eða sjö gull, tvö silfur og fimm brons.Mörg glæsileg köst og fastatök sáust á mótinu.

Stelpurnar töpuðu í Eyjum

Selfoss tapaði 28-23 þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna í kvöld.Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Eyjakonur náðu forystu undir miðjum fyrri hálfleik og leiddu allan leikinn.

Þorsteinn Ragnar með gull, silfur og brons

Þorsteinn Ragnar Guðnason, keppandi Selfoss, gerði góða hluti um helgina á öðru bikarmóti TKÍ í Pomsae (formum).Hann nældi sér í gullverðlaun í hópaformum með þeim Eyþóri og Halldóri úr Ármanni,  hann fékk silfurverðlaun í einstaklingsformum og bronsverðlaun í paraformum með Vigdísi úr Aftureldingu.Taekwondo deild Selfoss óskar Þorsteini Ragnari til hamingju með þessa flottu frammistöðu!---Ljósmyndir: Umf.

Magnaður sigur á Haukum

Selfoss sigraði Hauka 26-25 í hörkuleik í Olísdeildinni eftir dramatískan lokakafla, ekki þann fyrsta í vetur.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og komust 11-7 þegar um 20 mínútur voru búnar af leiknum.