Ísak valinn besta hægri skyttan í Frakklandi

U-17 ára landslið karla tók þátt í æfingamóti í Lille í Frakklandi nú um helgina. Liðið vann leik sinn við Sviss, tapaði gegn Króötum og gerði jafntefli við heimamenn Frakka. Þrír Selfyssingar voru í liðinu, þeir Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Tryggvi Þórisson.

Fréttabréf UMFÍ

Fimleikafólk frá Umf. Selfoss á Evrópumóti

Dagana 17.-20. október síðastliðinn fór Evrópumótið í hópfimleikum fram. Mótið var haldið í Portúgal og sendi Ísland 4 landslið til leiks.Liðin náðu öll frábærum árangri og komust öll upp úr undanúrslitunum, sem voru haldin á miðvikudeginum og fimmtudeginum.

Árborg styrkir handknattleiksdeildina vegna þáttöku í Evrópukeppni

Á miðvikudaginn síðastliðinn var tekin ákvörðun um að veita handknattleiksdeild Umf. Selfoss styrk að upphæð 1,2 milljónum króna vegna þátttöku Evrópukeppni félagsliða í handknattleik. „Um er að ræða mikið afrek hjá liðinu sem nú er komið í 3.

Tap gegn Haukum

Selfoss tapaði með tveimur mörkum, 25-27 gegn Haukum í Hleðsluhöllinni í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur yfir og skoruðu sex mörk í röð.

Sýnum karakter | Jákvæð íþróttamenning

Jákvæð íþróttamenning, , verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember milli klukkan 13:00 til 16:00.Þema ráðstefnunnar í ár verður jákvæð íþróttamenning.

Fjórir Selfyssingar með A-landsliðinu

Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru allir valdir í A-landslið karla á dögunum.

Baráttusigur í Kaplakrika

Selfoss eru enn taplausir, eitt liða, eftir sigur á FH í gærkvöldi.  Leikurinn endaði 27-30 eftir afar spennandi lokamínútur, en við erum búin að læra það á Selfossi að handboltaleikir eru 60 mínútur.Leikurinn byrjaði í jafnvægi, en hægt og bítandi sigldu Hafnfirðingar framúr og komust í 10-5.  Þá voru gerðar breytingar á vörn Selfyssinga og Pawel lokaði rammanum, í hálfleik var munurinn því aðeins eitt mark 14-13.  Í seinni hálfleik var svo jafnt á flestum tölum þar til 5 mínútur voru eftir, þá tóku strákarnir okkar frumkvæðið og slepptu því ekki þó svo að sitt hvað gengi á.Það er því ljóst að Selfoss situr eitt í toppsæti deildarinnar eftir 6.

Selfoss á toppinn eftir sigur

Selfoss er komið í fyrsta sæti Olísdeildarinnar eftir gríðarlega sterkan fjögurra marka sigur á Val, 28-24 í Hleðsluhöllinni á miðvikudaginn s.l.

Herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss