11.10.2016
Það voru góðir gestir frá norrænum samtökum fyrirtækjaíþrótta sem komu í heimsókn í Tíbrá föstudaginn 30. september að frumkvæði .Norrænir fulltrúar sambanda um fyrirtækjaíþróttir funduðu hér á landi um liðna helgi 30.
11.10.2016
Eins og greint hefur verið frá eru átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss stödd í Maribor í Slóveníu um þessar mundir að keppa með landsliðum Íslands á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum.Hægt er að fylgjast með okkar fólki í beinni útsendingu á vefmiðlunum og visir.is sem sýna frá undankeppni á miðvikdag og fimmtudag og í sem sýnir frá mótinu á föstudag og laugardag.Við viljum minna á fjáröflunarverkefni fimleikasambandsins, bæði símastyrktarlínu fyrir einstaklinga og Vertu mEMm en þar skora fyrirtæki hvert á annað að styðja við bakið á landsliðunum.
10.10.2016
Ekki nóg með að og hafi verið í eldlínunni með A-landsliðinu í þessari viku, þá hafa einnig nokkrir ungir leikmenn fengið boð um taka þátt á æfingum á vegum yngri landsliða Íslands.Martin Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Axel Einarsson voru boðaðir á úrtaksæfingar með U17 (2001 hópur) sem fara fram núna um næstu helgi.Einnig er Anton Breki Viktorsson boðaður á æfingar hjá U17 (2000 hóp) vegna undirbúnings U17 ára liðs Íslands fyrir undankeppni EM sem fer fram í Ísrael í lok mánaðarins.Óskum þessum drengjum til hamingju með þennan árangur.
10.10.2016
Selfyssingurinn Hildur Helga Einarsdóttir setti HSK-met í 14 ára flokki á stökk- og kastmóti Umf. Selfoss á dögunum. Þar kastaði hún 4 kg sleggju 22,30 metra og bætti 11 ára gamalt HSK-met Landeyjarsnótarinnar Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, núverandi markvarðar ÍBV í knattspyrnu, um rúma sjö metra.
07.10.2016
Á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands þann 1. október sl. voru afhent þremur einstaklingum sem stuðlað hafa að framgangi íþróttarinnar með áberandi hætti.
06.10.2016
Fimleikadeild Umf. Selfoss hefur sent bæjarráði Árborgar bréf þar sem deildin óskar eftir fjárveitingu til að kaupa nýtt dansgólfi fyrir deildina.
06.10.2016
Selfyssingar mættu kröftugir í Kaplakrikann í gær. Fyrir leikinn voru þeir einu stigi á eftir FH um miðja deild. Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik en sú varð ekki raunin.FH skoraði fyrsta mark leiksins en Selfyssingar voru ekki lengi að jafna og taka forystuna sem þeir héldu til leiksloka.
06.10.2016
Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu og verður Jóhann Ólafur Sigurðsson honum til aðstoðar.Alfreð Elías tekur við starfinu af Guðjóni Bjarna Hálfdánarsyni sem stýrði liði Selfoss í síðustu umferðum Pepsi-deildarinnar en sem kunnugt er féllu Selfyssingar niður í 1.
05.10.2016
Í október eru liðin 25 ár frá því að Guggusund hóf göngu sína. Af því tilefni er stefnt að því að setja upp myndasýningu í Sundhöll Selfoss af þeim börnum sem hafa verið í Guggusundi síðustu 25 ár.Við biðjum fólk sem verið hefur á námskeiðum hjá Guggu um myndir teknar af börnunum í Guggusundi og það væri gaman að fá líka myndir af börnunum þegar þau eru orðin eldri og þá sérstaklega af þeim sem hafa haldið áfram í íþróttum.
04.10.2016
Fimm ungir lykilmenn hjá karlaliði Selfoss í knattspyrnu hafa framlengt samninga sína við félagið um þrjú ár.Þetta eru þeir Svavar Berg Jóhannsson, Haukur Ingi Gunnarsson, Sindri Pálmason, Arnar Logi Sveinsson og Richard Sæþór Sigurðsson.Strákarnir eru allir í kringum tvítugt; Svavar Berg, Haukur Ingi, Arnar Logi og Sindri eru miðvallarleikmenn en Richard Sæþór sóknarmaður.