Aron Darri skaut Selfyssingum áfram

Selfyssingar eru komnir í 32-liða úrslit Mjólkurbikarkeppni karla í eftir nauman sigur á Hvíta riddaranum.Það var varamaðurinn Aron Darri Auðunsson sem skaut Selfyssingum áfram með eina marki leiksins á 85.

Selfoss laut í gras í Árbænum

Það var einungis eitt mark skorað í fyrsta leik Selfyssinga í Pepsi Max deildinni á tímabilinu sem fór fram í Árbænum á laugardag.

Lokahóf handknattleiksakademíunnar

Sameiginlegt lokahóf handknattleiksakademíu og 3. flokks Umf. Selfoss fór fram nú í byrjun júní. Að vanda var þetta skemmtileg samkoma, gott veður og góður matur.

Fréttabréf UMFÍ

Átta Selfyssingar í Handboltaskóla HSÍ og Alvogen

Fjórir piltar og fjórar stúlkur fæddar árið 2007 voru valin Handboltaskóla HSÍ og Alvogen á dögunum. Þeir Ágúst Sigurðsson, Jón Valgeir Guðmundsson, Hilmar Ásgeirsson og Hákon Garri Gestsson voru valdir ásamt þeim Selmu Axelsdóttur, Sunnu Bryndísi Reynisdóttur, Huldu Hrönn Bragadóttur og Michalinu Pétursdóttur.

Tveir erlendir leikmenn í Selfoss

Handknattleiksdeildin hefur samið við tvær erlendar stelpur, þær Ivana Raičković og Lara Zidek, sem báðar koma frá Førde IL í Noregi.

UMFÍ | Frjálsíþróttaskólinn á Selfossi

Í sumar verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur í tólfta sinn á HSK svæðinu. Skólinn verður haldinn á Selfossi dagana 22.-26.

Góður árangur hjá stelpunum

Stúlknamót Íslands í júdó var haldið í Njarðvík fimmtudaginn 4. júní. Fjölmargir keppendur tóku þátt og átti Selfoss tvo keppendur á mótinu.Mia Klith Einarsdóttir keppti í -28 kg flokki og náði í bronsverðlaun.

Uppskeruhátíð fimleikadeildar

Fimmtudaginn 4. júní veitti fimleikadeild Selfoss viðurkenningar fyrir síðasta tímabil. Veitt voru sjö einstaklingsverðlaun auk viðurkenningar fyrir lið ársins.Eftirfarandi hlutu verðlaun:LIÐ ÁRSINS: KK eldri.FIMLEIKAKONA ÁRSINS: Auður Helga Halldórsdóttir.FIMLEIKAMAÐUR ÁRSINS: Bjarni Már Stefánsson.FRAMFARIR OG ÁSTUNDUN KVK: Ása Kristín Jónsdóttir.FRAMFARIR OG ÁSTUNDUN KK: Daníel Már Stefánsson.EFNILEGASTI UNGLINGURINN KVK: Karolína Helga Jóhannsdóttir.EFNILEGASTI UNGLINGURINN KK: Ævar Kári Eyþórsson.FÉLAGI ÁRSINS: Sigurbjörg Hróbjartsdóttir.Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju.Deildin er fjölmenn og ríkir ávallt mikil gleði og gaman í æfingasalnum í Baulu.

Lokahóf handknattleiksdeildar 20. júní

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss verður haldið laugardaginn 20. júní n.k. í Hótel Selfoss þar sem þessum óvenjulega vetri verður slúttað.Dagskrá kvöldsins er einföld.