Móttaka Árborgar fyrir keppendur á Evrópumóti

Sveinn Ægir, Mads, Tanja, Aníta Þorgerður, Birta Sif, Silvia Rós, Karolína Helga, Kristín María, Magdalena Ósk, Elsa Karen, Bragi og Arna Ír á móttökunni.
Sveinn Ægir, Mads, Tanja, Aníta Þorgerður, Birta Sif, Silvia Rós, Karolína Helga, Kristín María, Magdalena Ósk, Elsa Karen, Bragi og Arna Ír á móttökunni.

Þriðjudaginn 17. desember var Sveitafélagið Árborg með móttöku fyrir iðkendur og þjálfara sem kepptu á EM í Azerbaijan í október.

Bragi Bjarnason bæjarstjóri sagði nokkur orð um verkefnið og óskaði svo iðkendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn, ásamt bæjarfulltrúunum Örnu Ír og Sveini Ægi. Árborg þykir mikilvægt að hafa smá móttöku fyrir þá iðkendur sem fara að keppa á erlendri grundu enda frábær árangur sem vert er að fagna og ýta undir. 

Bragi færði iðkendum og keppendum gjöf frá Árborg og við sama tækifæri færði fimleikadeildin þeim gjöf frá okkur.

Til hamingju með frábæran árangur enn og aftur - við erum stolt!