Síðustu æfingahópar ársins hjá yngri landsliðum

Þjálfarar U-19 kvenna og U-17, U-16 og U-15 ára landsliða karla og kvenna hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður 19. – 22. desember. Við Selfyssingar eigum glæsilega fulltrúa í þessum liðum.

Yngri landslið kvenna

Í U-19 ára liði kvenna eru systurnar Adela Eyrún og Ágústa Tanja Jóhannsdætur sem og Hulda Hrönn Bragadóttir. Í U-17 ára liði kvenna eru þær Eva lind Tyrfingsdóttir og Inga Dís Axelsdóttir.  Í U-16 ára liði kvenna er Lilja Ósk Eiríksdóttir  Í U-15 ára liði kvenna er Hjördís Gauja Kjartansdóttir.

Ygri landslið karla

Í U-17 ára liði karla er Ragnar Hilmarsson.  Í U-16 ára liði karla eru þeir Adam Daniel Konieczny, Aron Leó Guðmundsson, Egill Eyvindur Þorsteinsson og Þorleifur Tryggvi Ólafsson.  Í U-15 ára liði karla eru Alexander Þórðarson, Guðni Bóas Davíðsson, Kári Einarsson og Sveinn Ísak Hauksson.