20.12.2019
Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar fimmtudaginn 19. desember við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Í ár voru gefnir út 3.500 miðar, aldrei hafa verið gefnir út svo margir miðar áður og seldust þeir allir á mettíma.Happadrættið er stór hluti af fjáröflun ungra iðkenda fyrir knattspyrnumót komandi sumars.Vinningsnúmerin í ár:.
19.12.2019
Þeir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson voru valdir í 16 manna leikmannahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.
16.12.2019
Sigríður Ósk Harðardóttur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss.Sigríður Ósk er öllum hnútum kunnug í fimleikaheiminum.
16.12.2019
HSK mótið í júdó fyrir 12-15 ára var haldið í Sandvíkursalnum í seinustu viku. Vésteinn Bjarnason og Claudiu Sohan báru sigur úr bítum í sínum flokkum.Claudiu Sohan og Sara Nugig Ingólfsdóttir fengu verðlaun fyrir ástundun og framfarir.
15.12.2019
Selfoss mætti Val í síðasta leik fyrir jól í Hleðsluhöllinni. Valur hafði tveggja marka sigur, 31-33, eftir stórskemmtilegan leik.Valsarar byrjuðu betur og leiddu fyrstu fimm mínútur leiksins. Selfyssingar náðu að fínstilla sinn leik og náðu að jafna leikinn í 4-4. Atli Ævar fékk snemma rautt spjald fyrir vægt brot. Þetta þjappaði Selfyssingum saman og Guðni Ingvars fyllti skarð Atla með sóma. Selfoss komst yfir í 8-6 og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-11. Þeir héldu tveggja til fjögurra marka forystu út fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 18-16, heimamönnum í vil.Leikurinn hélst í góðu jafvægi áfram og leiddu heimamenn með tveimur til þremur mörkum þar til að Valsmenn náðu að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, 26-26. Leikurinn var jafn og spennandi þennan lokakafla og var jafnt á svo til öllum tölum. Á lokamínútunni fengu Selfyssingar ágætt færi á að jafna metin en höfðu hepnina ekki með sér í liði og fór skotið rétt fram hjá, Valsmenn brunuðu upp og innsigluðu sigurinn endandlega, 31-33.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/5, Haukur Þrastarson 9, Guðni Ingvarsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (25%) og Sölvi Ólafsson 2 (14%).Nánar er fjallað um leikinn á , og .Nú er handboltinn kominn í jóla-, nýárs- og landsliðspásu fram í lok janúar. Næsti leikur strákanna er gegn HK í Kórnum 30.
14.12.2019
Þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson eru allir í æfingahópi A-landsliðs karla. Guðmundur Þ.
13.12.2019
Katla María Magnúsdóttir var á dögunum valin í afrekshóp HSÍ, en Arnar Pétursson landsliðsþjálfari boðaði 18 leikmenn til æfinga.
12.12.2019
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 16. janúar, föstudaginn 17. janúar og laugardaginn 18. janúar. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem er mjög vön og byrja í skóla næsta haust)
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 11:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
10.12.2019
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag er í gildi á Suðurlandi frá kl. 15:00 í dag.Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, Iðu íþróttahúsi FSu (Hleðsluhöllinni) og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl.