02.01.2015
Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.
02.01.2015
Árleg sveitakeppni HSK í skák fór fram í Selinu á Selfossi miðvikudagskvöldið 17. desember. Löng hefð er fyrir þessari keppni og leggja aðildarfélög alla jafna nokkuð á sig til að taka þátt. Í ár voru það sex sveitir sem tefldu fram keppendum.
02.01.2015
Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2014 rennur út á miðnætti mánudaginn 12.
01.01.2015
Stjórnir og starfsfólk Ungmennafélags Selfoss senda Selfyssingum öllum nær og fjær hugheilar óskir um farsæld á nýju ári og þakka samstarfið á liðnu ári.Við hlökkum til komandi árs og þeirra tækifæri sem það ber í skauti sér.
31.12.2014
Hvorki fleiri né færri en átta Selfyssingar eru í æfingahópi Heimis Ríkarðssonar landsliðsþjálfara u-15 ára landsliðs karla. Leikmennirnir sem um ræðir eru Alexander Hrafnkelsson, Aron Emil Gunnarsson, Bergsveinn Ásmundsson, Haukur Þrastarson, Haukur Páll Hallgrímsson, Sölvi Svavarsson, Þorsteinn Freyr Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson og eru þetta allt drengir fæddir árið 2001.Hóparnir munu æfa helgina 2.-4.
30.12.2014
Í gær var tilkynnt um úrvalslið kvenna á haustönn í Olís deild kvenna. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem farið hefur á kostum í Olís deildinni er að sjálfsögðu í liðinu en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar.Stefán Arnarson þjálfari Fram var valinn besti þjálfarinn og var Sigurbjörg Jóhannsdóttir leikmaður Fram valin besti leikmaðurinn.Eftirfarandi leikmenn eru í úrvalsliðinu:Markvörður: Florentina Stanciu, Stjarnan
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta
Vinstra Horn: Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Vinstri Skytta: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Hægra Horn: Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta
Hægri Skytta: Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Miðjumaður: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, FramBesti þjálfarinn: Stefán Arnarson, FramBesti leikmaður: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram---Mynd frá verðlaunaafhendingu af vef HSÍ.
30.12.2014
Selfyssingurinn Guðjón Ágústsson og félagar hans í U-19 ára landsliði karla luku leik á Sparcassen Cup í Þýskalandi í gær. Liðið endaði í 7.
30.12.2014
Selfyssingurinn Anton Breki Viktorsson hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla.Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands, í Kórnum laugardaginn 3.
29.12.2014
Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 30.
29.12.2014
Hið árlega flugeldabingó Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið mánudaginn 29. desember klukkan 19:30 í íþróttahúsinu IÐU.Fjöldinn allur af flugeldum, af öllum stærðum og gerðum í vinninga.Veitingasala verður á staðnum.