Beltapróf og HSK mót

Um helgina var haldið beltapróf og Taekwondodeild Umf. Selfoss stóð fyrir HSK móti í þróttahúsinu Iðu.62 aðilar vor skráðir í beltapróf og mættu flest allir þrátt fyrir veikindi á sumum bæjum. Allir þáttakendur í beltaprófinu stóðust próf, en aðeins tveir aðilar þurfa að sýna yfirþjálfara formin sín til að fá nýju beltin sín.Um 40 manns mættu til leiks á HSK mótinu þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Keppt var í Poomsae, sparring og hinni sívinsælu þrautabraut. Einnig var sýningahópur Taekwondodeildar að frumsýna nýtt atriði sem vakti mikla lukku viðstaddra.Það er skemmst frá því að segja að mótið gekk í alla staði frábærlega og allir keppendur stóðu sig með stakri prýði.Stjórn Taekwondodeildar þakkar öllum keppendum og fjölskyldum þeirra fyrir frábært mótpj---.

Hanna markahæst í Olísdeildinni

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, er markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna. Hún hefur skorað 78 mörk í tíu leikjum og er með gott forskot á næstu leikmenn.

Húsfyllir á öllum sýningum

Líf og fjör var í íþróttahúsi Vallaskóla síðastliðinn laugardag þegar Fimleikadeild Selfoss stóð fyrir árlegri jólasýningu. Sýningarnar voru alls þrjár og var húsfyllir á þeim öllum.Í ár tóku allir iðkendur deildarinnar þátt sem persónur Disney-myndinni Frozen.

Valið í U15 í fyrsta sinn

Selfyssingurinn Elva Rún Óskarsdóttir er í 34 manna æfingahóp Hrafnhildar Óskar Skúladóttur og Stefáns Arnarsonar landsliðsþjálfarar U-15 ára landsliðs kvenna sem mun æfa helgina 20.-21.

Eva og Konráð fimleikafólk ársins

Á jólasýningu Fimleikadeildar Selfoss hefur skapast sú hefð að krýna fimleikamenn ársins.Að þessu sinni urðu fyrir valinu Eva Grímsdóttir  19 ára Selfossmær og Konráð Oddgeir Jóhannsson 16 ára Selfyssingur.

Býr kraftur í þér?

Búið er að opna formlega fyrir skráningar sjálfboðaliða á vef Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.- 6. júní 2015.Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér.

Jólamót Frjálsíþróttadeildar

Jólamót Frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu mánudaginn 8. desember sl. Á mótinu var stokkið, kastað og hlaupið undir dynjandi jólatónlist.Góð þátttaka var bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

Glæsilegar glímur á HSK mótinu

Þann 9. desember fór HSK mót yngri flokka í júdó fram í íþróttasalnum í gamla Sandvíkurskóla.Til leiks mættu 23 keppendur í tveim aldursflokkum og komu þeir allir frá Umf.

Heiðdís til liðs við Selfoss

Rétt í þessu var knattspyrnudeild Selfoss að ganga frá eins árs samningi við varnarmanninn Heiðdísi Sigurjónsdóttur.Heiðdís, sem er fædd árið 1996 og kemur frá Hetti á Egilsstöðum, er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins, hættulega hraður og hávaxin varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar spilað 69 meistaraflokksleiki í deild og bikar með Hetti og skorað 29 mörk.

Jólasveinarnir koma á jólatorgið á Selfossi

Á morgun, laugardaginn 13. desember, munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum.Dagskráin hefst kl.15:30 en þá syngur Karlakór Selfoss jólalög og forseti bæjarstjórnar Kjartan Björnsson flytur ávarp.