Þór öruggur sigurvegari

Þór Davíðsson vann öruggan sigur í -100 kg flokki á Íslandsmótinu sem haldið var í Laugardalshöllinni á laugardag.Þór sigraði með yfirburðum í sínum þyngdarflokki en hann tók einnig þátt í opna flokknum og varð þar í þriðja sæti. Fjórir keppendur frá Umf.

Bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga

Blandað lið Selfoss krækti sér í bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Ásgarði á laugardag. Alls voru sjö lið mætt til leiks í flokknum þar á meðal Selfoss og Gerpla frá Íslandi.Lið Selfyssinga toppaði klárlega á réttum tíma og sást orkan og öryggið langar leiðir. Þjálfarar liðsins, þær Olga Bjarnadóttir, Tanja Birgisdóttir og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, höfðu sett stefnuna á yfir 15 stig á dýnu og trampólíni og yfir 17 á gólfi og tókst það allt saman.

Dagný og Gumma skoruðu í stórsigri Íslands

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann átta marka stórsigur á Möltu í undankeppn HM sl. fimmtudag. Sem fyrr var Dagný Brynjarsdóttir í byrjunarliði Íslands og skoraði sitt markið í hvorum hálfleik.

Hrafnhildur Hanna í lokahóp U-20

Hrafnhildur Hanna er í lokahóp U-20 ára landsliðs kvenna í handbolta. Liðið mun leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu.

Frábær sigur á Fjölni

Enn einn sigur hjá mfl. karla í handbolta.  Núna var það lið Fjölnis sem varð að játa sig sigrað en lokatölur leiksins urðu 29-23.  Leikmenn Selfoss hafa oft spilað betur en þeir áttu í smá basli með að hrista Fjölni af sér í fyrri hálfleik en í hléi var staðan 12-9.  Gunnar þjálfari fór greinilega vel yfir málin í hléi og kom liðið mun ákveðnara til leiks eftir hlé.  Munurinn var samt aldrei mikill en sigur aldrei  í hættu og lokatölur 29-23 eins og áður sagði.

Guðmundur Kr. nýr formaður Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss var haldinn í Tíbrá í gær. Alls voru mættir 47 af 51 fulltrúa sem áttu rétt til setu á fundinum.Í upphafi fundar skrifuðu fulltrúar Umf.

Íslandsmót í júdó

Íslandsmót fullorðinna í júdó verður haldið á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Laugardalshöllinni og hefst kl.10.Fimm Selfyssingar keppa á mótinu en það eru Egill Blöndal, Grímur Ívarsson, Trostan Gunnarsson, Þór Davíðsson og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.

Norðurlandamót í hópfimleikum

Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ á laugardag. Mótið er þrískipt en keppt er blönduðum flokki, kvennaflokki og drengjaflokki.

Eftirminnilegt Landsbankamót

Um seinustu helgi fór Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi þar sem tæplega 900 keppendur mættu til leiks. Handknattleiksdeildin hélt mótið og gerði það með glæsibrag.Mikil ánægja var meðal keppenda, þjálfara og foreldra sem tóku þátt.

Rætt um framtíð landsmóta

Félagar í Umf. Selfoss tóku þátt í góðum og gagnlegum umræðum um landsmótshald UMFÍ á stefnumótunarfundi í Selinu þann 23. mars sl.