08.04.2014
Minnt er á að aðalfundur Ungmennafélags Selfoss fer fram í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl og hefst klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
07.04.2014
UMFÍ hefur auglýst eftir umsóknum úr Umhverfissjóði UMFÍ – Minningarsjóði Pálma Gíslasonar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar.Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum.
06.04.2014
Kvennalandsliðið vann sanngjarnan sigur á Ísrael í gær í undankeppn HM en leikið var á Ramat Gan vellinum. Lokatölur urðu 1- 0 fyrir okkar stúlkum eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.
05.04.2014
Á morgun, sunnudag, kl. 11 leikur Selfoss æfingaleik við FH á Selfossvelli. Í leiknum spila þrír leikmenn sem eru til reynslu hjá Selfoss og verður gaman að sjá hvernig þeir passa í liðið með þeim ungu og efnilegu strákum sem eru að vaxa úr grasi á Selfossi.
04.04.2014
Um helgina fer Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi. Þetta er fjórða árið í röð sem handknattleiksdeildin heldur mótið og hefur það tekist með glæsibrag hingað til.Öll lið leika 3-4 leiki hvorn dag en leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í Iðu íþróttahúsi FSu. Leikið er eftir minniboltareglum þar sem fjórir eru inn á vellinum í einu í hvoru liði.
03.04.2014
Grýlupottahlaup Selfoss 2014 hefst fyrsta laugardag sumars sem er laugardagurinn 26. apríl nk. og er þetta í 45. skipti sem hlaupið er haldið.Eins og undanfarin ár fer skráning fram í Tíbrá, félagsheimili Umf.
03.04.2014
Þessa vikuna er Serbinn Zoran Ivic gestaþjálfari hjá handknattleiksakademíu FSu og Umf. Selfoss og er hann hér í boði Sebastians Alexanderssonar yfirþjálfara akademíunnar.Zoran Ivic er afar virtur á sínu svið og hefur starfað sem handknattleiksþjálfari sem atvinnumaður í 21 ár, aðallega í Serbíu.
01.04.2014
Selfyssingar taka á móti Eyjamönnum í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Selfossvelli. Selfyssingar eru búnir að tapa tveimur seinustu leikjum gegn KV og Stjörnunni á meðan Eyjamenn eru aðeins búnir að skora eitt mark í síðustu þremur leikjum.
28.03.2014
Selfoss vann yfirburða sigur á liði Þróttar í kvöld. Það tók Selfoss nokkrar mínútur að komast í gang í upphafi leiks og komust Þróttarar yfir í stöðunni 4-2 en þá tóku okkar strákar við sér og var staðan orðin 5-9 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 9-18 fyrir Selfoss.
28.03.2014
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu er óðum að undirbúa komandi keppnistímabil í Pepsideildinni.Undirbúningstímabilið er langt og strangt og nauðsynlegt að brjóta upp hefðbundnar æfingar til að stytta biðina eftir að komast á iðagrænt grasið.