27.09.2012
Selfyssingar tefldu fram harðsnúnu liði á WOW Íslandsmótinu í skák sem fram fór á Hlíðarenda nú í september. Auðvitað lá fyrir að róðurinn yrði þungur enda flestir af bestu skákmönnum þjóðarinnar á staðnum að freista þess að hafa sigur í mótinu og ekki voru verðlaun skorin við nögl, utanlandsferðir fyrir alla keppendur sigurliðs.
26.09.2012
Nú eru 2 dagar í fyrsta leik Selfoss í 1.deildinni og heldur heimasíðan áfram að hita upp fyrir veturinn og leikinn með viðtölum. Næstur í röðinni er Einar Guðmundsson yfirþjálfari Selfoss.Hvernig leggst komandi vetur í þig?Mér list vel á þetta, ég held að liðið sé vel undirbúið, flestir hafi æft vel og hópurinn sé ágætleg mannaður.Fyrsti leikur vetrarins er gegn Gróttu á nesinu, hvernig meturðu möguleikana?Ég held að þetta verði 50-50 leikur, þar sem sigurinn getur fallið hvoru megin sem er.Í ný útkomni spá er Selfoss spáð 4-5 sæti, er það raunhæf spá ?Ég var mjög hissa þegar ég sá spánna, ég tel okkur t.d.
25.09.2012
Heimasíðan heldur áfram að hita upp fyrir fyrsta leik Selfoss í 1.deildinni. Stefán Árnason þjálfari 3. og 4. flokks karla svaraði nokkrum spurningum um veturinn. Hvernig leggst komandi vetur í þig?Veturinn leggst mjög vel í mig.
24.09.2012
Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar var haldin síðastliðinn laugardag. Færa þurfti hátíðina inn í Iðu vegna vætu. Óskar Sigurðsson, formaður deildarinnar, fór yfir árangur sumarstarfsins og á eftir voru afhentar viðurkenningar í öllum flokkum fyrir góðan árangur.
24.09.2012
Í tilefni af fyrsta leik meistaraflokks karla gegn Gróttu á föstudaginn 28. september. kl 19:30. Þá settist heimasíðan niður með Arnari Gunnarssyni þjálfara meistaraflokks karla og spurði hann um komandi vetur og fyrsta leik. Hvernig leggst komandi vetur í þig?Það er alltaf mikil tilhlökkun þegar nýjar leiktíðir hefjast.
23.09.2012
Stelpurnar okkar spiluðu sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna í 20 ár síðasta laugardag. Andstæðingurinn var Afturelding og var því um nýliðaslag að ræða þar sem þær eru líka að taka þátt í efstu deild eftir mjög langan tíma. Leikurinn byrjaði eðlilega með látum, lífi og fjöri enda mikil eftirvænting og stress hjá leikmönnum beggja liða.
21.09.2012
Á fimmtudaginn var gengið frá ráðningu Gunnars Rafns Borgþórssonar sem þjálfara meistarflokks kvenna í knattspyrnu. Gunnar hefur þjálfað Val síðustu tvö ár og gerði liðið m.a.
19.09.2012
Uppskeruhátíð yngri flokka Selfoss í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 22. september næstkomandi. Hátíðin sem hefst kl. 14:00 verður á íþróttavellinum við Engjaveg.
18.09.2012
Foreldraráð 7. flokks karla í knattspyrnu vill þakka fyrir frábært sumar með strákunum. Þeir geta verið stoltir af árangri sínum sem skilaði tveimur bikurum í hús.
18.09.2012
Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi og Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki tóku þátt í sænska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Huddinge um helgina.