Blandað lið Selfoss hársbreidd frá deildarmeistaratitli

Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fóru fram í húsakynnum Gerplu föstudaginn 30. mars. Selfoss sendi tvö lið til keppni en það voru lið Selfoss HM1, sem keppir í kvennaflokki, og lið Selfoss HM4, sem keppir í flokki blandaðra liða.

Fyrsti leikur vorsins á heimavelli í kvöld

Meistaraflokkur karla tekur á móti Víkingum frá Ólafsvík í Lengjubikarnum á gervigrasvellinum á Selfossi í kvöld. Er þetta jafnframt fyrist opinberi leikur meistaraflokks á heimavelli á þessu ári.

Titill á Selfoss eftir sigur á Víkingi í úrslitaleik

Lið Víkings hefur aðeins tapað 2 leikjum í vetur, einum í Bikarkeppni HSÍ gegn okkur í Selfossi og svo bara einum í deildinni, en þær unnu hana með yfirburðum.

Fimleikastelpur bjóða kleinur og marengstertur

Meistarahópur Selfoss í fimleikum hafa undanfarið verið að safna fyrir nýjum keppnisgöllum. Stelpurnar hafa gengið í fyrirtæki á svæðinu og boðið myndarlegar nýsteiktar kleinur eða glæsilegar marengstertur sem starfsmenn fyrirtækjanna geta gætt sér á fyrir páskahátíðina. Vel hefur verið tekið á móti stelpunum en þær munu sækja pantanir á mánudag og afhenda baksturinn glænýjan á þriðjudagsmorgun. Keyrt er heim að dyrum. Kleinurnar eru seldar 15 saman í pakka og kostar pokinn 1000kr en terturnar kosta 3500kr.

Sigur á UMFA og úrslitaleikur í dag

Stelpurnar léku góða vörn í gær og markvarslan var mjög góð. Staðan í hálfleik var 8-14 fyrir okkar stelpur og útlitið gott. Hins vegar er UMFA með fínt lið og marga spræka leikmenn, spilar góða vörn og er með góðan markmann.

Sigur gegn Val í lokaleik 3. flokks karla

Í lið Selfoss vantaði talsvert að þessu sinni. Jóhann Bragi var enn meiddur, Daníel og Gísli Örn voru ekki með og þá meiddist Jóhann Erlings strax á 3 mín.

Selfoss með sex Íslandsmeistaratitla, fimm silfur og tvö brons

Íslandsmótið í taekwondo fór fram á Ásbrú í Keflavík sunnudaginn 25. mars sl. Þetta var sannkölluð taekwondo-helgi því dagana fyrir mótið fór fram dómaranámskeið með yfirdómara frá Alþjóðlega taekwondosambandinu.

Vel heppnað frjálsíþróttaþing á Selfossi

Tveggja daga þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands 16.-17. mars síðastliðinn. Að þessu sinni var gestgjafi þingsins Sveitarfélagið Árborg og væsti ekki um þinggesti í rúmgóðum vistarverum Fjölbrautaskólans.Frjálsíþróttaráð HSK sendi fríðan hóp á þingið: Magnús Jóhannsson, Þuríður Ingvarsdóttir, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Kári Jónsson, Ingvar Garðarsson, Markús Ívarsson, Steinunn Emelía Þorsteinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Benóný Jónsson.Þingforsetar á þinginu voru þeir Guðmundur Kr.

Sigur gegn Fylki 3 í síðasta deildarleiknum

Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu stelpurnar smá forskoti í lok hálfleiksins og leiddu 18-15 í hléinu. Í síðari hálfleik sýndu þær hins vegar gríðarlega góðan leik báðum megin á vellinum og tryggðu sér stóran sigur 39-25 og þsð gegn liði sem er búið að vera í efstu sætum deildarinnar í allan vetur.

Gæsla, fimleikar/parkour og leikir

Unglingaflokkur Selfoss HM2 er að safna sér fyrir nýjum keppnisgöllum. Þær ætla að vera með fimleika, leiki og fjör fyrir börn í 1.-4.