Tap í Grafarvogi

Selfyssingar lágu gegn Fjölni í Lengjudeildinni á föstudag 2-1 í Grafarvogi.Selfoss byrjaði leikinn af krafti en fékk tvö mörk í andlitið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Tap í toppbaráttunni

Selfoss tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar þegar topplið Vals kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær.Markalaust var í hálfleik en Valur komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks.

Fréttabréf ÍSÍ

Súrsætt stig á heimavelli

Selfyssingar þurftu að sætta sig við eitt stig þegar liðið mætti Þór frá Akureyri í Lengjudeildinni í gærkvöldi. Það var lítið búið af leiknum þegar gestirnir tóku forystuna í leiknum og staðan orðin 0-1 eftir einungis tæpar átta mínútur.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar eru þau Svanhildur Edda Rúnarsdóttir og Ingimar Bjartur Jóhannsson. Svanhildur er í 5.flokki kvenna, hún tók þátt á TM mótinu í Vestmannaeyjum með flokknum sínum og er á leiðinni á Símamótið í þessum mánuði.

Selfoss í Evrópubikarinn

Meistaraflokkur karla verður með í Evrópubikarnum á komandi keppnistímabili en liðið fékk keppnisrétt í keppninni með því að verða í 4.

Markaregn í Eyjum

Selfoss lá fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í miklum markaleik í Eyjum í gær, ÍBV vann þar með sinn fjórða leik í röð í deildinni.Heimamenn byrjuðu með látum því Sito skoraði aðeins eftir þriggja mínútna leik.

Markalaust á Króknum

  Selfyssingum tókst ekki að koma boltanum í netið þegar liðið heimsótti botnlið Tindastóls á Sauðárkrók í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í gær.

Tinna og Vilius best

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í sumarblíðu í Hótel Selfoss á laugardagskvöldið síðastliðið.  Kátt var á hjalla og gleðin var ótakmörkuð af sóttvarnarreglum.  Dagskráin var með hefðbundnu sniði og var veislustjóri kvöldsins Gunnar okkar Sigurðarson.  Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir meistaraflokka og U-liðið auk þess sem félagi ársins var valinn og aðrar viðurkenningar veittar.SelfossTV var valin félagi ársins en þeir Árni Þór Grétarsson og Brad Egan tóku við viðurkenningunni, enda hausinn og hjartað í SelfossTV.  SelfossTV hefur verið öflugt í allmörg ár núna, en í ástandinu í vetur þegar íþróttahús landsins voru lokuð áhorfendum hefur mikilvægi SelfossTV aldrei verið meira.  Strákarnir á SelfossTV öxluðu þá ábyrgð og  sendu beint frá öllum hemaleikjum meistaraflokkanna sem ekki voru á Stöð 2 sport, U-liðanna ásamt flestum leikjum þriðja og fjórða flokks.  Alls voru þetta 56 útsendingar og nú hafa fimmtíu þúsund manns horft á. Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna auk þess að vera markadrotting og valin sóknarmaður ársins.

Kristrún komin heim

Knattspyrnukonan Kristrún Rut Antonsdóttir mun ganga til liðs við Selfoss þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í lok júní.Kristrún, sem er 26 ára miðjumaður, lék síðast á Selfossi sumarið 2018 en hún hefur komið víða við í Evrópu á síðustu árum, leikið með Chieti og AS Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku, Mallbackens í Svíþjóð og nú síðast með St.