Okkar strákar byrjuðu leikinn með látum og komust strax í 4-0. Eftir 15 mín. var munurinn enn sá sami og staðan 8-4 fyrir heimamenn. Þá tóku okkar strákar annan kipp og breyttu stöðunni í 13-5 þegar 25 mín. voru búnar af hálfleiknum. Staðan í hléinu var síðan 14-7. Frábær fyrri hálfleikur á enda þar sem vörn og markvarsla voru til fyrirmyndar. Sóknarleikurinn datt inn og út, en heilt yfir góður.
Strax í upphafi síðari hálfleiks bættu strákarnir aftur í og eftir 5 mín. var staðan orðin 18-7 og svo 19-9. Gróttuliðið er hins vegar skipað góðum leikmönnum og þeir spýttu aðeins í lófana á þessum tímapunkti og náðu að minnka muninn niður í 4 mörk 21-15, en þá voru enn 15 mín. eftir af leiknum. Strákarnir okkar voru ekkert á því að gefa neitt meira eftir og gáfu aftur í enda leikgleðin. stemninginn og baráttan frábær í leiknum. Fljótlega jókst munurinn aftur og endaði leikurinn 32-20 fyrir Selfoss.
Það var gaman að sjá strákana taka þennan leik svona alvarlega, enda Grótta með bæði gott lið og mjög efnilega einstaklinga í mörgum stöðum á vellinum. Framundan bíður leikur í undanúrslitum Bikarkeppninnar og vonandi fær Selfoss heimaleik aftur, enda afar sjaldgæft að Bikarleikir séu spilaðir á Selfoss í gegnum árin.
Næsti leikur strákanna er á útivelli á sunnudaginn gegn Fjölni.
Áfram Selfoss