Skeiðastrákar
Strákarnir í 6. flokki eldri (2001) kepptu á fjórða móti vetrarins um seinustu helgi. Selfoss var með 4 lið á mótinu en alls eru 29 strákar að æfa á eldra ári í 6. flokki. Árangur Selfoss liðanna var frábær, 2 deildarmeistaratitlar en alls sigraðu liðin 14 leiki og gerðu 1 jafntefli í 17 leikjum á mótinu.
Selfoss 1 sigraði alla leiki sína í efstu deild og vann fjórða mót sitt í vetur. Strákarnir voru að leika mjög góðan handbolta og hafa bætt sig töluvert frá seinasta móti.
Selfoss 2 sigraði fyrstu tvo leiki sína á mótinu en gerði svo jafntefli og tapaði í seinustu tveimur. Þýddi það að liðið endaði í 3. sæti í sinni deild. Liðið hefði hæglega getað endað ofar en það gekk ekki að þessu sinni.
Selfoss 3 lék mjög vel. Strákarnir sigruðu 3 leiki af 4 á mótinu og endaðu í 2. sæti á mótinu. Liðið spilaði flottan handbolta og var í góðum möguleika á að vinna sína deild.
Selfoss 4 sigraði alla fjóra leiki sína sannfærandi á mótinu. Strákarnir léku á alls oddi jafnt í sókn sem vörn og sýndu miklar framfarir um helgina.