Strákarnir í 6. flokki yngri (2002) tryggðu sér um helgina sæti í efstu deild á næsta móti vetrarins í yngri flokkunum. Annar hluti Íslandsmótsins fór fram í Kópavogi og sigraði Selfoss-1 alla þrjá leiki sína í dag eftir að hafa tapað tveimur í gær. Þessir þrír sigrar nægðu til að enda í öðru sæti en 2. deildin var mjög jöfn og skemmtileg að þessu sinni.
Strákarnir þóttu spila mjög vel um helgina og augljósar framfarir frá fyrsta mótinu á Akureyri þar sem þeir unnu einungis einn leik. Spilið í sóknarleiknum er orðið mun betra og strákarnir farnir að spila betri vörn að auki.
Til hamingju strákar!
Síðuritari var ekki kominn með staðfestar fregnir af því hvernig endaði hjá Selfoss-2 en þeir fóru rólega af stað í morgun.