Gísli og Alex
Selfoss mætti Fram í 4. flokki eldri á sunnudag en sömu lið mættust í Laugardalshöllinni viku áður í bikarúrslitum. Selfyssingar sönnuðu það að hægt er að vinna tvo leiki í röð gegn sama liði er þeir lönduðu 26-29 sigri í Safamýrinni. Hálfleikstölur voru 13-17 fyrir okkar stráka.
Jafnt var fyrsta korterið í leiknum. Upp úr miðjum hálfleik tekur Selfoss hins vegar leikinn yfir og var liðið mest komið 12-17 yfir. Framarar minnkuðu muninn um eitt mark fyrir hlé. Í seinni hálfleik var munurinn nær allan tímann 4-5 mörk. Selfyssingar rúlluðu liði sínu mjög mikið í leiknum sem gafst vel en fjöldi leikmanna kom inn og lagði sitt af mörkum. Selfyssingum mistókst svo að skora í lokasókn sinni og fóru Framarar upp og gerðu seinasta markið í leiknum. Minnkuðu þeir þá muninn í 26-29.
Flottur leikur hjá Selfyssingum þar sem liðið sýndi breidd sína. Í bæði sókn og vörn voru allir þeir sem tóku þátt í leiknum að skila liðinu framlagi og er það mikilvægt.
Í vikunni fara svo seinustu tveir leikirnir í deild fram. Selfoss mætir Gróttu síðar í dag og Haukum á sunnudag. Munu úrslitin í deildarkeppni 97 árgangsins ráðast í þeim leikjum.