98 strákarnir með mikilvægan sigur

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Í 4. flokki yngri (1998) mætti Selfoss liði Stjörnunnar á útivelli fyrr í dag. Liðin voru fyrir leikinn í harðri baráttu um 5. sæti deildarinnar og fór svo að Selfoss sigraði 38-40 í sérstökum leik. Er liðið því öruggt í 5. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.

Selfoss var allan leikinn. Varnarleikur beggja liða var ekki góður og kröftugur sóknarleikur einkenndi þennan leik. Lengst af í leiknum reyndu bæði lið að taka öflugustu leikmenn andstæðinganna úr umferð en stöðvaði það ekki markaflæðið. Hálfleikstölur voru 18-22 Selfoss í vil.  Seinni hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri, Selfoss alltaf á undan en heimamenn aldrei langt undan. Það fór svo að lokum að Selfyssingar voru aðeins öflugri og sigruðu 38-40.

Einbeiting Selfyssinga var góð í sókninni og stigu margir leikmenn upp í leiknum. Þeir náðu að leysa vel það sem Stjarnan reyndi. M.a. tók Stjarnan þrjá leikmenn úr umferð allan seinni hálfleikinn þá Bjarna, Trausta og Teit sem höfðu verið öflugir fyrir utan en til að mynda gerði Teitur 17 mörk í leiknum. Strákarnir náðu að hafa sigurinn að þessu sinni en trúlega var viljinn einfaldlega meiri þeirra meginn.

Þetta var næst seinasti leikur tímabilsins og Selfyssingar komnir með 10 sigra í 17 leikjum. Liðið hefur verið að bæta leik sinn mjög að undanförnu og koma strákarnir koma "heitir" inn í úrslitakeppnina þar sem þeir eru til alls vísir.