HSK bikarmeistarar pilta 15 ára og yngri

Sunnudaginn 25. ágúst var bikarkeppni 15 ára og yngri í frjálsum haldin í Kópavogi. Tólf lið af öllu landinu voru skráð til leiks og var keppnin gríðarlega jöfn og spennandi.

Fjóla Signý í 2. sæti í 400 m grind í Belgíu

Frjálsíþróttakonurnar Hafdís Sigurðardóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir kepptu á laugardaginn á Grand Prix mótinu sem fram fór um helgina í Mouscron í Belgíu.Fjóla Signý náði ágætum árangri.

Mótaskrá í 5.-8. flokki

Búið er að birta mótaskrá vetrarins í 5.-8. flokki í handbolta.

Mikilvægur sigur í baráttunni

Selfyssingar unnu í gærkvöldi stórsigur á botnliði Völsungs í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 6-1 fyrir heimamenn sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum Ingólfs Þórarinssonar og Andy Pew á fyrstu sjö mínútum leiksins.

Fimleikastelpur á Ítalíu

Stór hópur af fimleikastelpum er nú staddur við æfingar á Ítalíu. Það er allt gott að frétta af hópnum. Æfingar ganga vel og er margt skemmtilegt brallað t.d.

Selfoss ofurliði borið

Selfoss þurfti að láta í minni pokann þegar Breiðablik mætti á Selfossvöll í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.Michele Dalton átti stórleik í marki Selfyssinga og kom hvað eftir annað í veg fyrir að Blikar skoruðu fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu seinasta marki sínu við í upphafi síðari hálfleiks.

Sex Selfyssingar á landsliðsæfingar

Í dag tilkynnti Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hvaða leikmenn hann valdi á landsliðsæfingar sem fram fara í Kórnum í Kópavogi helgina 24.-25.

Handboltaæfingar 2013-2014

Æfingar hjá handknattleiksdeildinni hefjast af fullum krafti fimmtudaginn 22. ágúst. Æfingatímarnir verða eins og undanfarin ár, skiptast aðallega á að stelpur æfa mánudaga og miðvikudaga en strákar þriðjudaga og fimmtudaga.

Handboltaæfingar byrja fimmtudaginn 22. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast fimmtudaginn 22. ágúst, æfingatímar verða auglýstir síðar. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Fjóla bætti met Unnar

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, bætti 31 árs gamalt héraðsmet í 300 metra hlaupi á FH-mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Kaplakrika 14.