29.02.2020
Dagur Fannar Einarsson Umf. Selfoss stórbætti sinn besta árangur í 200 metra hlaupi á þriðja Origo móti FH sem haldið var í Kaplakrika 29.
28.02.2020
Stelpurnar sigruðu í kvöld FH í Kaplakrika, 25-22. Þetta var uppgjör liðanna í 2. & 3. sæti Grill 66 deildarinnar þar sem baráttan um sæti beint upp í Olísdeild lifir enn með þessum úrslitum.Þessi stórleikur stóð undir öllum væntingum og hart barist. Bæði lið léku mjög góða vörn og og var lítið skorað framan af. Gestirnir frá Selfossi náðu þó fljótt frumkvæðinu sem þær átti ekki eftir að láta af hendi. Munurinn nánast allan hálfleikinn 2-4 mörk og staðan í hálfleik 11-14. Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss leiddi en FH-ingar köstuðu ekki inn handklæðinu, minnkuðu muninn niður í eitt mark. Þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum sigldu Selfoss stelpur aftur framúr og kláruðu leikinn sterkt. Frábær sigur staðreynd, 25-22.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8/3, Katla María Magnúsdóttir 7, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 1,.Varin skot: Henriette Östergaard 10 (32%), Dröfn Sveinsdóttir 1 (50%)Úrslit leiksins merkja það að enn eru stelpurnar í 3.
27.02.2020
Jæja þá er komið að því kæru félagar!!Í ár eru heil 11 ár síðan Guðjón Ægir Sigurjónsson vinur okkar kvaddi þennan heim langt fyrir aldur fram.
27.02.2020
Fjórir Selfyssingar voru á dögunum valdir í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins sem fram fer helgina 28. febrúar til 1. mars nk. Þar æfa strákar og stelpur fædd árið 2006 og fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni.
26.02.2020
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 12. mars, föstudaginn 13. mars og laugardaginn 14. mars. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem er mjög vön og byrja í skóla næsta haust)
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 11:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
26.02.2020
Stelpurnar í 8. flokki fóru á skemmtilegt handboltamót í Mosfellsbæ í febrúar. Stelpurnar stóðu sig virkilega vel og var gleðin að sjálfsögðu í fyrirrúmi.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.
25.02.2020
Stelpurnar í 7. flokki stóðu sig með stakri prýði á Ákamótinu sem haldið var í Kópavogi í febrúar.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.
25.02.2020
Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 3. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Taekwondodeild Umf.
24.02.2020
Selfyssingar áttu harma að hefna gegn Stjörnunni eftir síðasta leik liðanna í Coca Cola-bikarnum. Selfoss vann fjögurra marka sigur í Mýrinni í kvöld, 29-33.Sigur Selfyssinga var aldrei í hættu.
24.02.2020
Meistaramót Íslands í fullorðinsflokki var haldið í Kaplakrika um liðna helgi, 22.-23. febrúar. HSK/Selfoss átti þar góðan hóp keppenda sem öll stóðu sig með prýði.