Frjálsar - Dagur Fannar Einarsson
Dagur Fannar Einarsson Umf. Selfoss stórbætti sinn besta árangur í 200 metra hlaupi á þriðja Origo móti FH sem haldið var í Kaplakrika 29. febrúar. Dagur Fannar átti best 23,56 sek. en hljóp á 22,80 sek. sem er stórkostleg bæting og sigraði hann auk þess hlaupið. Hann bætti 7 ára gamalt HSK met bróður síns, Haraldar Einarssonar, frá árinu 2013 sem var 22,90 sek. auk þess sem þessi árangur er HSK met í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Frábær árangur hjá þessum fjölhæfa íþróttamanni.
Á sama móti sigraði Eva María Baldursdóttir hástökk með því að vippa sér yfir 1.70 m en hún bætti sig síðuðstu helgi í 1.76 m. Jakub Tomasz Sidor hljóp 200 m hlaupið í fyrsta sinn undir 25 sekúndum þegar hann bætti sig með því að hlaupa a 24, 97 sek.
Næsta mót hjá frjálsíþróttadeildinni er Bikarkeppni FRÍ sem haldin verður þann 7. mars í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.