07.10.2018
Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrir HK með tveimur mörkum, 27-25, þegar að liðin mættust í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í gær.
05.10.2018
Meistaraflokkur karla Selfoss mætir liði RD Riko Ribnica frá Slóveníu í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn fer fram út í Slóveníu á morgun, laugardaginn 6.október kl 19:00 að staðartíma (kl 17:00 að íslenskum tíma). Liðið hélt út til Slóveníu í gær og gistir í höfuðborginni Ljubljana, en Ribnica er einungis í um 40 km fjarlægð frá höfuðborginni.