07.03.2019
97. héraðsþing HSK 2019 verður haldið í íþróttahúsinu á Laugalandi í Holtum fimmtudaginn 14. mars 2019. Þingið hefst stundvíslega kl.
06.03.2019
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði dagana 23. og 24. febrúar sl. Sex keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í mótinu og settu þeir samtals sex HSK met og unnu til tveggja verðlauna.Tveir keppendur af sambandssvæðinu unnu til verðlauna.
06.03.2019
Góumót JR var haldið seinustu helgina í febrúar og var það næstfjölmennasta Góumótið sem haldið hefur verið síðan 2013 en mjög mikil gróska er í barna- og unglingastarfi flestra félaga eins og þessi þátttaka staðfestir.Það er gaman að því að Selfyssingar voru fjölmennastir á mótinu með 24 keppendur.
04.03.2019
Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram í seinustu viku. Á fundinum var Einar Ottó Antonsson sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.Starf og rekstur deildarinnar er í góðum gangi og var stjórn deildarinnar öll endurkjörin undir stjórn Birgis Júlíusar Sigursteinssonar.---Á mynd með frétt eru Viktor S.
04.03.2019
Perla Ruth Albertsdóttir var valin í A-landslið kvenna sem tekur þátt í 4. liða móti í Gdansk í Póllandi nú undir lok mars.Axel Stefánsson tilkynnti hópinn nú í dag.
04.03.2019
Fjórir leikmenn skrifuðu undir samning við knattspyrnudeild Selfoss í síðustu viku, þeir Ingi Rafn Ingibergsson, Adam Örn Sveinbjörnsson, Arilíus Óskarsson og Valdimar Jóhannsson.
Ingi Rafn er leikjahæstur núverandi leikmanna Selfoss en hann hefur leikið 260 meistaraflokksleiki fyrir félagið, þann fyrsta árið 2002.
02.03.2019
Í dag fór fram keppni í 4. flokki á Bikarmóti unglinga. Selfoss átti 4 lið, 1 lið í A-deild, 2 lið í B-deild og 1 lið í C-deild. Skemmst er að segja frá því að Selfoss 1 gerði sér lítið fyrir og sigraði A-deildina og varð bikarmeistari 4, flokks - frábær árangur hjá þessum stórefnilegu stúlkum sem hafa lagt mikið á sig fyrir þetta mót.Selfoss 2 og Selfoss 3 kepptu í B-deildinni og þar sigruðu Selfoss 3 stelpur B-deildina, virkilega flottar æfingar hjá stelpunum og dansinn þeirra var yfirburðagóður.
02.03.2019
Í dag fór fram fyrri keppnisdagur á Bikarmóti unglinga. Í morgun keppti 5. flokkur en þetta er fyrsta mótið sem 5. flokkur keppir á á þessu keppnisári og jafnframt er Bikarmót fyrsta FSÍ mót hjá öllum sem keppa í 5.
01.03.2019
Selfoss sigraði FH með þremur mörkum, 26-23, í fullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld.Selfyssingar byrjuðu af krafti og náðu fljótt að slíta sig frá FH-ingum og á 18.